Ræddu meiðsli Elínar: Gott að það var högg Valur Páll Eiríksson skrifar 15. júní 2022 12:30 Elín Metta í leik með Val á síðustu leiktíð Vísir/Vilhelm Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen þurfti að fara meidd af velli eftir um klukkustundarleik er lið hennar, Valur, vann Selfoss 1-0 í Bestu deild kvenna í gær. Rætt var um atvikið í Bestu mörkunum. „Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
„Við höfum áhyggjur af þessu því Elín Metta lá þarna lengi. Hún lendir í samstuði, reynir að halda áfram, en þetta lítur ekki vel út, sagði þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir. Margrét Lára Viðarsdóttir sagði þetta hins vegar ef til vill ekki mjög alvarlegt. Jákvætt væri að um högg var að ræða, en ekki meiðsli án snertingar. „Það sem hræðir mig minna við að sjá þetta, er að þetta er högg. Mar, maður er aumur, það var tilfinningin. Mér finnst alltaf óhugnalegra þegar enginn er nálægt og það er engin snerting,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér finnst það líka sárt, fyrir hönd Elínar Mettu, af því að mér fannst hún öflug frá upphafi í þessum leik, maður sá að það var eldmóður í henni,“ Sonný Lára Þráinsdóttir tók undir það og segir synd að Elín missi mögulega af síðasta leik Vals áður en landsliðið kemur saman. „Hún var spræk og maður væri alveg til í að sjá hana spila þessa leiki sem eftir eru þangað til að EM-hópurinn kemur saman. En vonandi er þetta bara lítið og Ásta [Árnadóttir, sjúkraþjálfari Vals og landsliðsins] ýtir smá í hana, smá olnboga,“ Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta meiðist Helena velti þá upp hvort leikmenn séu stressaðir og beri sig öðruvísi til að forðast meiðsli í aðdraganda mótsins. „Auðvitað pæla þær í því. En það er rosa hættulegt að fara inn í leiki með það í hausnum og þora ekki að fara á fullu í tæklingar eða návígi, því þá ertu að fara að meiðast,“ sagði Sonný Lára en Margrét Lára sagði þá leikmenn sem eru í landsliðinu vera nógu miklir fagmenn til að slíkar hugsanir kæmust ekki að. „Ég held að þegar þú ert komin inn í leik, þá gleymist allt einhvern veginn. Við höfum allar fundið fyrir því að vera með allar heimsins á herðum sér en þegar maður mætir inn í leik eða æfingar man maður ekki neitt hvað maður var að glíma við korteri áður. Þessar stelpur eru ótrúlega miklir fagmenn og mæta í alla leiki til að standa sig vel.“ Umræðuna um meiðsli Elínar Mettu má sjá í spilaranum að ofan. Síðasta umferð Bestu deildar kvenna fyrir rúmlega mánaðar hlé vegna EM á Englandi er um helgina. Breiðablik sækir Þór/KA heim á Akureyri á laugardag og fimm leikir fara fram á sunnudag. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira