Bólusetning við bólusótt veiti 85 prósent vernd gegn apabólu Bjarki Sigurðsson skrifar 15. júní 2022 09:47 Sjúkdómurinn, sem er náskyldur bólusótt en mun vægari, hefur greinst í þremur einstaklingum á Íslandi. AP Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85 prósent vernd gegn apabólu. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar á Vísindavefnum við spurningunni: „Eru þeir sem fengu bólusetningu við kúabólu með ónæmi við apabólu?“. Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Í svarinu rekur Jón sögu bólusetningar gegn bólusótt en smitsjúkdómurinn er sá eini sem mönnum hefur tekist að útrýma. Sjúkdómnum var formlega útrýmt árið 1980 en bólusetningu var hætt víða fyrir þann tíma. Skyldar veirur Bólusóttarveiran er afar náskyld apabóluveiru og kúabóluveiru. Í fyrsta bóluefninu við bólusótt var notast við kúabóluveiru. Framleiðsla á bóluefni gegn bólusótt var stöðvuð þegar sjúkdómnum var formlega útrýmt en þar sem áhyggjur komu upp að veiran yrði notuð sem efnavopn seinna meir og einhverjir mögulega útsettir við tilraunaaðstæður var byrjað að þróa ný bóluefni. Nú eru tvö þessara bóluefna í notkun. 85 prósent vernd í það minnsta „Bólusetning við bólusótt virðist veita í það minnsta 85% vernd gegn apabólu, þar sem að orsakavaldar þessara tveggja sjúkdóma eru keimlíkir. Talið er að ónæmi eftir bólusetningu við bólusótt sé árangursríkt um langa hríð. Hins vegar er óljóst hvort það sama gildi um krossónæmið gegn apabólu,“ segir í svari Jóns. Kynslóð þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu við bólusótt fer vaxandi og því margir sem hafa enga vörn gegn apabólu. „Vegna þessara þátta er minnkandi ónæmi gegn bólusótt, og þá gegn apabólu, talið vera ein leiðandi orsök vaxandi algengis apabólu á heimsvísu,“ segir Jón. Þetta þýðir þó líka að það er til bóluefni við apabóluveiru og er eitt þeirra meira að segja formlega samþykkt í Bandaríkjunum til notkunar gegn apabólu. Samkvæmt tölum frá Landlækni var hætt að bólusetja gegn bólusótt á Íslandi árið 1979 en árin fyrir það hafði verið dregið verulega úr þeim. Taflan sýnir bólusetningar gegn bólusótt á Íslandi.Embætti Landlæknis
Apabóla Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Óalgengt að vera einkennalaus Þrátt fyrir að það sé erfitt að skilgreina nákvæmlega hversu margir fá einkenni eftir að hafa smitast af apabólu, er það óalgengt að vera einkennalaus. Það er þó ekki ómögulegt. Þetta kemur fram í svari læknisins Jóns Magnúsar Jóhannessonar við fyrirspurninni: „Hvað er apabóla?“ á Vísindavefnum. 14. júní 2022 10:29