Sjáðu tímabæra neglu Önnu, tvennu Hildar í Dalnum og markasúpu á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2022 10:01 Olga Sevcova skoraði sigurmark ÍBV gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ. vísir/bára Íslandsmeistarar Vals náðu í gær fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta, þegar öll níunda umferðin var leikin. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Nýtt en kunnuglegt lið er nú næst á eftir Val í titilbaráttunni því Breiðablik kom sér upp fyrir Stjörnuna og Þrótt, í 2. sæti, með 3-0 sigri gegn Þrótturum. Afturelding situr í neðsta sætinu eftir að KR sótti stig til Akureyrar í markasúpu, 3-3. Anna Rakel Pétursdóttir vann boltann af Selfyssingum á eigin vallarhelmingi og endaði á að skora eina markið í 1-0 sigri Vals með góðu skoti, eftir langan sprett. Elín Metta Jensen fór meidd af velli í leiknum en náði áður að gefa langa sendingu í átt að Önnu Rakel sem skilaði markinu. Klippa: Selfoss 0-1 Valur Pétur Pétursson, þjálfari Valskvenna, var sérstaklega ánægður með mark Önnu Rakelar og sagði léttur í bragði tímabært að hún „hitti helvítis boltann með vinstri“. Eyjakonur hafa komið mjög á óvart í sumar og stigu ekki feilspor gegn botnliði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gær. Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova skoraði í 1-0 sigri ÍBV sem nú situr í þriðja sæti. Klippa: Afturelding 0-1 ÍBV Hildur Antonsdóttir var í stuði í Laugardalnum og skoraði tvö lagleg mörk í 3-0 sigri Breiðabliks. Í fyrri hálfleik fékk hún stungusendingu frá Clöru Sigurðardóttur og kláraði færið vel, og í seinni hálfleik stakk hún vörn Þróttar af og skoraði aftur ein gegn markverði. EM-farinn Alexandra Jóhannsdóttir skoraði svo þriðja markið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur. Klippa: Þróttur 0-3 Breiðablik Keflavík vann óvæntan sigur á Stjörnunni, 1-0, þar sem Elín Helena Karlsdóttir náði að mjaka boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Stjarnan missti þar með Breiðablik og ÍBV upp fyrir sig og dróst niður í 4. sæti en Keflavík er nú sex stigum frá fallsæti. Klippa: Keflavík 1-0 Stjarnan Mesta fjörið var þó án efa á Akureyri þar sem KR-ingar komust tvisvar yfir og gerðu sig líklega til að landa sínum fyrsta útisigri í sumar. Hildur Lilja Ágústsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu fyrir KR í fyrri hálfleiknum en Sandra María Jessen jafnaði metin í 1-1 í millitíðinni. Arna Eiríksdóttir og Margrét Árnadóttir komu svo heimakonum í 3-2 snemma í seinni hálfleik en Rasamee Phonsongkham jafnaði metin fyrir KR þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: Þór/KA 3-3 KR Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Tengdar fréttir Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Nýtt en kunnuglegt lið er nú næst á eftir Val í titilbaráttunni því Breiðablik kom sér upp fyrir Stjörnuna og Þrótt, í 2. sæti, með 3-0 sigri gegn Þrótturum. Afturelding situr í neðsta sætinu eftir að KR sótti stig til Akureyrar í markasúpu, 3-3. Anna Rakel Pétursdóttir vann boltann af Selfyssingum á eigin vallarhelmingi og endaði á að skora eina markið í 1-0 sigri Vals með góðu skoti, eftir langan sprett. Elín Metta Jensen fór meidd af velli í leiknum en náði áður að gefa langa sendingu í átt að Önnu Rakel sem skilaði markinu. Klippa: Selfoss 0-1 Valur Pétur Pétursson, þjálfari Valskvenna, var sérstaklega ánægður með mark Önnu Rakelar og sagði léttur í bragði tímabært að hún „hitti helvítis boltann með vinstri“. Eyjakonur hafa komið mjög á óvart í sumar og stigu ekki feilspor gegn botnliði Aftureldingar í Mosfellsbæ í gær. Lettneska landsliðskonan Olga Sevcova skoraði í 1-0 sigri ÍBV sem nú situr í þriðja sæti. Klippa: Afturelding 0-1 ÍBV Hildur Antonsdóttir var í stuði í Laugardalnum og skoraði tvö lagleg mörk í 3-0 sigri Breiðabliks. Í fyrri hálfleik fékk hún stungusendingu frá Clöru Sigurðardóttur og kláraði færið vel, og í seinni hálfleik stakk hún vörn Þróttar af og skoraði aftur ein gegn markverði. EM-farinn Alexandra Jóhannsdóttir skoraði svo þriðja markið af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur. Klippa: Þróttur 0-3 Breiðablik Keflavík vann óvæntan sigur á Stjörnunni, 1-0, þar sem Elín Helena Karlsdóttir náði að mjaka boltanum yfir marklínuna eftir hornspyrnu í byrjun seinni hálfleiks. Stjarnan missti þar með Breiðablik og ÍBV upp fyrir sig og dróst niður í 4. sæti en Keflavík er nú sex stigum frá fallsæti. Klippa: Keflavík 1-0 Stjarnan Mesta fjörið var þó án efa á Akureyri þar sem KR-ingar komust tvisvar yfir og gerðu sig líklega til að landa sínum fyrsta útisigri í sumar. Hildur Lilja Ágústsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir skoruðu fyrir KR í fyrri hálfleiknum en Sandra María Jessen jafnaði metin í 1-1 í millitíðinni. Arna Eiríksdóttir og Margrét Árnadóttir komu svo heimakonum í 3-2 snemma í seinni hálfleik en Rasamee Phonsongkham jafnaði metin fyrir KR þegar tíu mínútur voru eftir. Klippa: Þór/KA 3-3 KR Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Tengdar fréttir Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15 Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Elín Metta fór meidd af velli og EM mögulega í hættu Elín Metta Jensen, framherji Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins, meiddist er Valur heimsótti Selfoss í Bestu deild kvenna á þriðjudag. Gestirnir frá Hlíðarenda unnu 1-0 útisigur en Elín Metta þurfti að fara meidd af velli eftir rúmlega klukkustundarleik. 15. júní 2022 08:31
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R.-Breiðablik 0-3 | Blikar skutu sér upp í annað sæti Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Breiðablik nú unnið þrjá leiki í röð. Liðið er komið upp í annað sæti Bestu-deildar kvenna í fótbolta eftir 0-3 sigur gegn Þrótti í kvöld. 14. júní 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss-Valur 0-1| Anna Rakel hetja Vals Valur gerði góða ferð á Suðurlandið og vann 0-1 sigur á Selfossi. Anna Rakel Pétursdóttir kom Val yfir á 19. mínútu og reyndist það vera sigurmark leiksins. 14. júní 2022 22:03
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA-KR 3-3 | Sex marka jafntefli fyrir norðan Þór/KA og KR buðu upp á markaveislu á Akureyri í kvöld þegar liðin skildu jöfn í Bestu deild kvenna, 3-3. 14. júní 2022 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding-ÍBV 0-1 | Eyjakonur sóttu stigin þrjú Nýliðar Aftureldingar tóku á móti ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Afturelding er í fallsæti á meðan ÍBV er í 6. sæti. Eina mark leiksins kom rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og var það Olga Sevcova sem kom ÍBV í 1-0. 14. júní 2022 17:15