Fordæmalaus flóð í Yellowstone Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júní 2022 11:10 Hús togast með straumnum í bænum Red Lodge í Montana. Meira en hundrað hús hafa orðið fyrir flóðunum samkvæmt opinberum aðilum. Matthew Brown/AP Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Í frétt AP um málið kemur fram að vatnsborð Yellowstone-ár hafi náð sögulegum hæðum í vikunni eftir miklar rigningar og hraðar leysingar sem leiddi til þess að skálar skoluðust til, rafmagn datt út og smábæir fylltust af vatni í suðurhluta Montana og norðurhluta Wyoming. Mikið magn rigningarvatns og hröð snjóbræðslu voru þess valdandi að vatnsyfirborð árinnar hækkað um rúma 200 millímetra. Slíkt magn úrkomu fellur venjulega á þremur mánuðum á svæðinu en féll nú á þremur dögum. Hér fyrir neðan má sjá myndbönd frá svæðinu: Klippa: Flóð í Yellowstone Í samtali við CNN sagði Laura Jones, starfsmaður þyrlufyrirtækisins Rocky Mountain Roads, að fyrirtækið hefði þurft að ferja um 40 manns með þyrlu frá smábænum Gardiner vegna flóðanna. Enn hefur ekki þurft að bjarga neinum í bráðri lífshættu, þeir sem hafa verið fluttir hafa strandað vegna flóðanna og þurft hjálp við að koma sér burt. Vond tímasetning fyrir afmælisbarnið Hluti vegar í Yellowstone-þjóðgarði hefur eyðilagst vegna ágangs árinnar.National Park Service/AP Samkvæmt Cam Sholly, forstöðumanni Yellowstone þjóðgarðs, verður þjóðgarðurinn að minnsta kosti lokaður út næstu viku og norðuraðgangar garðsins munu hugsanlega ekki opna aftur í sumar. „Ég heyrði að þetta væri 1.000-ára viðburður, hvað sem það þýðir þessa dagana. Þeir virðast eiga sér stað æ oftar,“ sagði forstöðumaðurinn um flóðin. Flóðin koma á sérstaklega vondum tíma, einmitt þegar sumarvertíð þjóðgarðsins, sem dregur að milljónir ferðamanna, er að hefjast og í ofanálag á 150 ára afmæli þessa elsta þjóðgarðs Bandaríkjanna.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira