Starfsfólki tryggt aðgengi að sálfræðingum með lágmarksbiðtíma Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. júní 2022 07:01 Það á að vera gaman í vinnunni segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania og sveigjanleiki vinnutímans á að taka mið af bæði tíma og staðsetningu. En andleg heilsa er í forgrunni hjá Advania þar sem starfsfólki hefur nú verið tryggð sálfræðiþjónusta með lágmarks biðtíma. Vísir/Hulda Margrét Það á að vera gaman í vinnunni, sveigjanleikinn á að vera mikill, jafnrétti, fjölbreytileiki og síðast en ekki síst góð andleg heilsa. „Við hjá Advania ákváðum að bjóða öllu starfsfólki að nýta sér sálfræðiþjónustu á okkar kostnað og án þess að fyrirtækið væri milliliður. Við höfðum síðustu árin verið með virkan samning við sálfræðistofu svo okkar fólk hefði aðgang að sálfræðingum. Þetta gripum við í eftir þörfum og buðum okkar fólki tíma hjá sálfræðingum. Þá þjónustu nýttum við í auknum mæli síðustu tvö til þrjú árin og það var skýrt merki um aukna þörf á stuðningi.“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania um aðdraganda þess að félagið innleiddi nýverið nýtt fyrirkomulag að sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk, Lifekeys. Að sögn Sigrúnar er Lifekeys lausn sem tryggir starfsfólki Advania aðgengi að viðtalstímum hjá sálfræðingum með lágmarksbiðtíma. Advania greiðir fyrir þessa þjónustu en Lifekeys er með samninga við bæði íslenska og erlenda sálfræðinga, sem er mikilvægt fyrir starfsfólk Advania sem samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem kemur víðs vegar að. Advania er eitt þeirra fyrirtækja sem vinnur markvisst að því að innleiða heildstæða nálgun á velferð, heilsu og vellíðan starfsfólks. Atvinnulífið fékk að heyra meira um það, hvað fyrirtækið er að gera. Því lífið okkar er alls konar Sigrún segir Covid hafa kennt okkur margt. Heimsfaraldurinn hafi verið mörgum erfiður og í gegnum ýmsar leiðir áttuðu stjórnendur Advania sig á því að þörfin fyrir meiri andlegan stuðning jókst. „Við fylgjumst grannt með líðan okkar fólks, bæði með óformlegum hætti en einnig í gegnum kannanir. Í gegnum heimsfaraldurinn fengum við merki um að ástandið hefði áhrif á andlega líðan okkar fólks. Þrátt fyrir að meiri hlutinn hafi verið sáttur með fjarvinnu þá hentaði fjarvinna öðrum mjög illa.“ En það var ekki aðeins fjarvinnan sem breytti miklu fyrir fólk því eins og alkunna er, hafði heimsfaraldurinn áhrif á alla aðra hluti líka í daglegu lífi: Samkomur, samskipti og almenna rútínu sem riðlaðist. Í sumum tilfellum jafnvel þannig að fólk gat ekki hitt eldri ástvini sína svo vikum skipti. Það jákvæða er þó að alls staðar hefur umræða um andlega líðan starfsfólks aukist til muna í kjölfar heimsfaraldurs. Sigrún segir að þær upplýsingar sem fyrirtækið aflaði sért um líðan starfsfólks og ólíka upplifun af heimsfaraldrinum hafi leitt til þess að lögð var meiri áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika. Þar þurfi til dæmis að taka mið af þeim fjölbreytta starfsmannahópi sem starfar hjá fyrirtækinu. „Það er ekkert eitt vinnufyrirkomulag, einn vinnutími eða eitt skrifstofurými sem hentar öllum. Ef við viljum virkilega hlúa að fólkinu okkar þá þurfum við að skapa sveigjanleika í víðum skilningi og búa til umhverfi sem mætir fólkinu okkar þar sem það er og styður við það sama hvað bjátar á.“ Samkennd er áberandi í orðum Sigrúnar. Við göngum öll í gegnum hóla og hæðir í okkar lífi, lendum í áföllum, erfiðum aðstæðum eða sérstaklega krefjandi tímabilum. Öll munum við á einhverjum tímapunkti þurfa á stuðningi að halda. Við viljum greiða leiðina fyrir okkar fólk að þeirri aðstoð. Að mínu mati ættu allir að hafa aðgang að sálfræðiþjónustu en raunin er sú að það er kostnaðarsöm þjónusta og biðtíminn langur.“ Rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla dregur úr streitu og hjá Advania getur starfsfólk hugleitt í sýndarveruleika þar sem það er statt úti í íslenskri náttúru og hlustar á fuglasöng. Bókanir í herbergið gera ráð fyrir að fólk eigi auðvelt með að skipuleggja hugleiðsluna sína inn í vinnudaginn.Vísir/Hulda Margrét Lifekeys og Flow „Það var tvennt sem okkur langaði að gera betur. Að auka fræðslu um andlega líðan og þá sérstaklega fyrirbyggjandi fræðslu sem færði fólkinu okkar hagnýt tæki og tól. Jafnframt að hvetja fólkið okkar til að nýta sér sálfræðinga í meira mæli og auðvelda aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta leiddi til þess að við ákváðum að nýta Lifekeys og Flow.“ Lifekeys er lausn sem tryggir starfsfólki ýmiss konar aðstoð og aðgengi að sálfræðiþjónustu með lágmarksbiðtíma. Í Lifekeys getur fólk einnig farið í gegnum sjálfsmat á ýmsum hliðum sinnar andlegu heilsu og leiðbeiningum um hvernig hægt væri að bæta hana. Þá getur starfsfólk valið sér íslensku- eða enskumælandi sálfræðinga., sem viðkomandi sérhæfir sig í. „Það er líka hægt að fara í gegnum pörunarferli þar sem fólk er og parað sig við sálfræðing með sérhæfingu íþví sem fólk vill þarf aðstoð við. Meðferðirnar fara svo almennt fram í formi myndsamtala í gegnum vefgátt Lifekeys.“ Starfsfólk mannauðssviðs Advania sér hversu góð nýtingin er á þjónustu Lifekeys en nafnleyndin er algjör sem fyrirtækið fær engar upplýsingar um hverjir nýta sér þjónustuna. FLOW er hins vegar hugleiðsluapp sem ákveðið var að bjóða starfsfólki samhliða því að útbúa hugleiðsluherbergi í sýndarveruleika. „Rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla er áhrifarík leið til að draga úr streitueinkennum og vanlíðan en einnig getur hún haft öflug fyrirbyggjandi áhrif,“ segir Sigrún um þessa ákvörðun. Í sýndarveruleikanum er fólk statt í ósnortinni íslenskri náttúru með tilheyrandi öldunið eða fuglasöng. Með aðgangi að Flow appinu getur starfsfólk hlustað á leidda hugleiðslu eða jafnvel horft á myndbönd.“ Sigrún Ósk segir aukna þörf hjá fólki fyrir sálfræðiþjónustu almennt og í Lifekeys kerfinu, sem starfsfólk Advania hefur aðgang að, getur fólk bókað sig hjá sálfræðingi sem er sérhæfður á því sviði sem fólk telur henta sér best. Advania greiðir kostnaðinn en sér ekki hvaða starfsfólk nýtir sér þjónustuna eða hversu oft.Vísir/Hulda Margrét Góðu ráðin Til að fá betri yfirsýn yfir það hvað átt er við með heildstæðri nálgun á velferð, heilsu og vellíðan starfsfólks, fengum við Sigrúnu til að útlista nánar helstu atriði sem verið er að leggja sérstaka áherslu á. Þessi atriði eru: Sveigjanleiki, bæði í tíma og staðsetningu vinnu, enda hefur fólk ólíkan takt, býr við ólíkar aðstæður og hefur margþættar skyldur utan vinnu. Við viljum mæta þessum ólíka veruleika fólksins okkar og skapa svigrúm og sveigjanleika til að vinnan fléttist við önnur hlutverk fólks í lífinu Jafnrétti og fjölbreytileiki; að skapa umhverfi sem mætir ólíku fólki, með misjafnar þarfir og að allir geti fundið sinn stað hjá Advania. Við horfum gagnrýnið á umhverfi, ferlana, samskiptin með jafnréttisgleraugum og hlúum vel að minnihlutahópum. Tækifæri til lærdóms og starfsþróunar, við tryggjum aðgengi að góðri fræðslu og styðjum fólkið okkar til þróunar í starfi til dæmis með námskeiðum og endurmenntun Vinnuumhverfið. Við leggjum áherslu á að aðstaðan sé fjölbreytt og vönduð til að geta mætt ólíkum þörfum og verkefnum fólks Það á að vera gaman í vinnunni. Við hlúum vel að því að félagslífið sé skemmtilegt og virkt. Starfsmannafélagið styður dyggilega við fjölbreytta klúbba um hin ýmsu áhugamál starfsfólksins. Líkamleg heilsa. Við hvetjum fólkið okkar til að hlúa að líkamlegri heilsu sinni, bæði með styrkjum og hvatningu, innanhúss hreyfileikum, hollu matarræði, fullbúinni líkamsrækt og frábærri aðstöðu fyrir hjólandi fólk Síðast en ekki síst leggjum við verulega áherslu á andlega heilsu. Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
„Við hjá Advania ákváðum að bjóða öllu starfsfólki að nýta sér sálfræðiþjónustu á okkar kostnað og án þess að fyrirtækið væri milliliður. Við höfðum síðustu árin verið með virkan samning við sálfræðistofu svo okkar fólk hefði aðgang að sálfræðingum. Þetta gripum við í eftir þörfum og buðum okkar fólki tíma hjá sálfræðingum. Þá þjónustu nýttum við í auknum mæli síðustu tvö til þrjú árin og það var skýrt merki um aukna þörf á stuðningi.“ segir Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania um aðdraganda þess að félagið innleiddi nýverið nýtt fyrirkomulag að sálfræðiþjónustu fyrir starfsfólk, Lifekeys. Að sögn Sigrúnar er Lifekeys lausn sem tryggir starfsfólki Advania aðgengi að viðtalstímum hjá sálfræðingum með lágmarksbiðtíma. Advania greiðir fyrir þessa þjónustu en Lifekeys er með samninga við bæði íslenska og erlenda sálfræðinga, sem er mikilvægt fyrir starfsfólk Advania sem samanstendur af fjölbreyttum hópi fólks sem kemur víðs vegar að. Advania er eitt þeirra fyrirtækja sem vinnur markvisst að því að innleiða heildstæða nálgun á velferð, heilsu og vellíðan starfsfólks. Atvinnulífið fékk að heyra meira um það, hvað fyrirtækið er að gera. Því lífið okkar er alls konar Sigrún segir Covid hafa kennt okkur margt. Heimsfaraldurinn hafi verið mörgum erfiður og í gegnum ýmsar leiðir áttuðu stjórnendur Advania sig á því að þörfin fyrir meiri andlegan stuðning jókst. „Við fylgjumst grannt með líðan okkar fólks, bæði með óformlegum hætti en einnig í gegnum kannanir. Í gegnum heimsfaraldurinn fengum við merki um að ástandið hefði áhrif á andlega líðan okkar fólks. Þrátt fyrir að meiri hlutinn hafi verið sáttur með fjarvinnu þá hentaði fjarvinna öðrum mjög illa.“ En það var ekki aðeins fjarvinnan sem breytti miklu fyrir fólk því eins og alkunna er, hafði heimsfaraldurinn áhrif á alla aðra hluti líka í daglegu lífi: Samkomur, samskipti og almenna rútínu sem riðlaðist. Í sumum tilfellum jafnvel þannig að fólk gat ekki hitt eldri ástvini sína svo vikum skipti. Það jákvæða er þó að alls staðar hefur umræða um andlega líðan starfsfólks aukist til muna í kjölfar heimsfaraldurs. Sigrún segir að þær upplýsingar sem fyrirtækið aflaði sért um líðan starfsfólks og ólíka upplifun af heimsfaraldrinum hafi leitt til þess að lögð var meiri áhersla á jafnrétti og fjölbreytileika. Þar þurfi til dæmis að taka mið af þeim fjölbreytta starfsmannahópi sem starfar hjá fyrirtækinu. „Það er ekkert eitt vinnufyrirkomulag, einn vinnutími eða eitt skrifstofurými sem hentar öllum. Ef við viljum virkilega hlúa að fólkinu okkar þá þurfum við að skapa sveigjanleika í víðum skilningi og búa til umhverfi sem mætir fólkinu okkar þar sem það er og styður við það sama hvað bjátar á.“ Samkennd er áberandi í orðum Sigrúnar. Við göngum öll í gegnum hóla og hæðir í okkar lífi, lendum í áföllum, erfiðum aðstæðum eða sérstaklega krefjandi tímabilum. Öll munum við á einhverjum tímapunkti þurfa á stuðningi að halda. Við viljum greiða leiðina fyrir okkar fólk að þeirri aðstoð. Að mínu mati ættu allir að hafa aðgang að sálfræðiþjónustu en raunin er sú að það er kostnaðarsöm þjónusta og biðtíminn langur.“ Rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla dregur úr streitu og hjá Advania getur starfsfólk hugleitt í sýndarveruleika þar sem það er statt úti í íslenskri náttúru og hlustar á fuglasöng. Bókanir í herbergið gera ráð fyrir að fólk eigi auðvelt með að skipuleggja hugleiðsluna sína inn í vinnudaginn.Vísir/Hulda Margrét Lifekeys og Flow „Það var tvennt sem okkur langaði að gera betur. Að auka fræðslu um andlega líðan og þá sérstaklega fyrirbyggjandi fræðslu sem færði fólkinu okkar hagnýt tæki og tól. Jafnframt að hvetja fólkið okkar til að nýta sér sálfræðinga í meira mæli og auðvelda aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta leiddi til þess að við ákváðum að nýta Lifekeys og Flow.“ Lifekeys er lausn sem tryggir starfsfólki ýmiss konar aðstoð og aðgengi að sálfræðiþjónustu með lágmarksbiðtíma. Í Lifekeys getur fólk einnig farið í gegnum sjálfsmat á ýmsum hliðum sinnar andlegu heilsu og leiðbeiningum um hvernig hægt væri að bæta hana. Þá getur starfsfólk valið sér íslensku- eða enskumælandi sálfræðinga., sem viðkomandi sérhæfir sig í. „Það er líka hægt að fara í gegnum pörunarferli þar sem fólk er og parað sig við sálfræðing með sérhæfingu íþví sem fólk vill þarf aðstoð við. Meðferðirnar fara svo almennt fram í formi myndsamtala í gegnum vefgátt Lifekeys.“ Starfsfólk mannauðssviðs Advania sér hversu góð nýtingin er á þjónustu Lifekeys en nafnleyndin er algjör sem fyrirtækið fær engar upplýsingar um hverjir nýta sér þjónustuna. FLOW er hins vegar hugleiðsluapp sem ákveðið var að bjóða starfsfólki samhliða því að útbúa hugleiðsluherbergi í sýndarveruleika. „Rannsóknir hafa sýnt að hugleiðsla er áhrifarík leið til að draga úr streitueinkennum og vanlíðan en einnig getur hún haft öflug fyrirbyggjandi áhrif,“ segir Sigrún um þessa ákvörðun. Í sýndarveruleikanum er fólk statt í ósnortinni íslenskri náttúru með tilheyrandi öldunið eða fuglasöng. Með aðgangi að Flow appinu getur starfsfólk hlustað á leidda hugleiðslu eða jafnvel horft á myndbönd.“ Sigrún Ósk segir aukna þörf hjá fólki fyrir sálfræðiþjónustu almennt og í Lifekeys kerfinu, sem starfsfólk Advania hefur aðgang að, getur fólk bókað sig hjá sálfræðingi sem er sérhæfður á því sviði sem fólk telur henta sér best. Advania greiðir kostnaðinn en sér ekki hvaða starfsfólk nýtir sér þjónustuna eða hversu oft.Vísir/Hulda Margrét Góðu ráðin Til að fá betri yfirsýn yfir það hvað átt er við með heildstæðri nálgun á velferð, heilsu og vellíðan starfsfólks, fengum við Sigrúnu til að útlista nánar helstu atriði sem verið er að leggja sérstaka áherslu á. Þessi atriði eru: Sveigjanleiki, bæði í tíma og staðsetningu vinnu, enda hefur fólk ólíkan takt, býr við ólíkar aðstæður og hefur margþættar skyldur utan vinnu. Við viljum mæta þessum ólíka veruleika fólksins okkar og skapa svigrúm og sveigjanleika til að vinnan fléttist við önnur hlutverk fólks í lífinu Jafnrétti og fjölbreytileiki; að skapa umhverfi sem mætir ólíku fólki, með misjafnar þarfir og að allir geti fundið sinn stað hjá Advania. Við horfum gagnrýnið á umhverfi, ferlana, samskiptin með jafnréttisgleraugum og hlúum vel að minnihlutahópum. Tækifæri til lærdóms og starfsþróunar, við tryggjum aðgengi að góðri fræðslu og styðjum fólkið okkar til þróunar í starfi til dæmis með námskeiðum og endurmenntun Vinnuumhverfið. Við leggjum áherslu á að aðstaðan sé fjölbreytt og vönduð til að geta mætt ólíkum þörfum og verkefnum fólks Það á að vera gaman í vinnunni. Við hlúum vel að því að félagslífið sé skemmtilegt og virkt. Starfsmannafélagið styður dyggilega við fjölbreytta klúbba um hin ýmsu áhugamál starfsfólksins. Líkamleg heilsa. Við hvetjum fólkið okkar til að hlúa að líkamlegri heilsu sinni, bæði með styrkjum og hvatningu, innanhúss hreyfileikum, hollu matarræði, fullbúinni líkamsrækt og frábærri aðstöðu fyrir hjólandi fólk Síðast en ekki síst leggjum við verulega áherslu á andlega heilsu.
Heilsa Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mannauðsmál Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00
Það vilja allir vera „Svalir“ Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn. 17. mars 2021 07:01