Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:00 Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans útilokar ekki að Seðlabankinn grípi til frekari aðgerða til að reyna að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn og ofþenslu þar. Vísir/Sigurjón Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar. Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Seðlabankinn kynnti í gær aðgerðir til að bregðast við ofþenslu á fasteignamarkaði þar sem gríðarleg umframeftirspurn hefur verið síðustu misseri, sem hefur svo valdið sögulegum verðhækkunum. Þannig var hámarki á fasteignalánum fyrstu kaupenda lækkað úr 90 prósentum í 85 prósent. Þá voru sett ákveðin lágmarksviðmið sem fjármálastofnanir þurfa nú að nota við útreikning fasteignalána, einkum verðtryggðra lána svo lántakendur átti sig betur á áhættu sem fylgir því að taka slík lán. Þarna var bankinn að bregðast í fyrsta skipti við heimild sem hann fékk með reglum í fyrra um hámark greiðslubyrðar í hlutfalli við tekjur neytenda. Fram hefur komið gagnrýni á að Seðlabankinn hafi átt að bregðast fyrr við þar sem þessi heimild var til staðar síðasta haust. Gunnar Jakobsson varabankastjóri fjármálastöðuleika Seðlabankans segir auðvelt að vera vitur eftir á. „Ef ég hefði vitað í september í fyrra það sem ég veit í dag og að myndum til dæmis hafa stríð í Úkraínu þá er vissulega hægt að segja að við hefðum átt að grípa til aðgerða fyrr. En í september í fyrra vissum við það ekki,“ segir hann. Hann útilokar ekki frekari inngrip á fasteignalánamarkað haldi verð áfram að hækka. „Við munum halda áfram að fylgjast með þróuninni á fasteignamarkaði og þróuninni í heild og beita þeim tækjum sem við höfum eins og tilefni gefst til,“ segir Gunnar.
Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Alþingi Seðlabankinn Tengdar fréttir „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01