Umfjöllun: Þór/KA 0-4 Breiðablik | Blikar einu stigi á eftir Íslandsmeisturunum Dagur Lárusson skrifar 18. júní 2022 16:00 Karitas Tómasdóttir skoraði tvö mörk í kvöld á móti Þór/KA. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Breiðablik vann 0-4 sigur á Þór/KA í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Fyrir leikinn í dag var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með átján stig á meðan Þór/KA var í áttunda sætinu með tíu stig. Það var ljóst strax í byrjun leiks að Breiðablik væri sterkari aðilinn en sóknarmenn liðsins voru í miklu stuði og aðallega Birta Georgsdóttir á hægri kantinum. Hún fékk boltann til sín 9. mínútu leiksins, hljóp upp, lék á varnarmann Þórs/KA áður en hún gaf fyrirgjöf sem rataði beint Clöru Sigurðardóttir sem potaði boltanum í netið. Breiðablik var mikið sterkari aðilinn en átti þó ekki mikið af opnum marktækifærum fyrstu þrjátíu mínútur leiksins. En eftir það fóru færin að koma en til dæmis átti Karitas Tómasdóttir flottan sprett upp vinstri kantinn á 37. mínútu og gaf boltann inn á teig á Hildi Antonsdóttur sem tók skot en lét Hörpu verja frá sér. Staðan var 0-1 í hálfleiknum en í seinni hálfleiknum opnuðust flóðgáttirnar. Á 51. mínútu fékk Hildur Antonsdóttir boltann rétt fyrir utan teig og tók kröftugt hlaup að varnarmönnum Þórs/KA og komst í gegn og sendi þá boltann á Karitas Tómasdóttur inn á teig sem kláraði fram hjá Hörpu. Karitas var síðan aftur á ferðinni aðeins sjö mínútum síðar þegar Áslaug Munda tók hornspyrnu sem olli miklum usla í vítateig Þórs/KA og barst boltinn til Karitasar sem þurfti lítið annað að gera en að pota boltanum í netið, staðan orðin 0-3. Síðasta mark Breiðabliks kom síðan aftur út frá hornspyrnu en í þetta skiptið tók Karitas hornspyrnuna sem rataði á Natöshu sem skallaði boltann í netið. Lokatölur því 0-4 á Saltpay-vellinum og Blikar komnir með 21 stig í deildinni. Af hverju vann Breiðablik? Þór/KA hefur verið í miklum vandræðum varnarlega í sumar og þurftu að mæta einu besta sóknarliðinu í deildinni í dag og því fór sem fór. Varnarmenn Þór/KA voru í stökustu vandræðum með leikmenn eins og Birtu, Hildi og Karitas. Hverjar stóðu upp úr? Það er erfitt að horfa framhjá Karitas sem skoraði tvö mörk og átti þátt í öðru en að mínu mati voru það Birta Georgsdóttir og Hildur Antonsdóttir sem stýrðu sóknarleik Blika og voru bestar. Hvað fór illa? Enn og aftur varnarleikurinn hjá Þór/KA, liðið núna búið að fá á sig þrjátíu mörk í deildinni í tíu leikjum. Hvað gerist næst? Bæði lið fara nú inn í langt landsleikjafrí vegna EM. Íslenski boltinn Þór Akureyri KA Breiðablik
Breiðablik vann 0-4 sigur á Þór/KA í fyrsta leik 10. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Fyrir leikinn í dag var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með átján stig á meðan Þór/KA var í áttunda sætinu með tíu stig. Það var ljóst strax í byrjun leiks að Breiðablik væri sterkari aðilinn en sóknarmenn liðsins voru í miklu stuði og aðallega Birta Georgsdóttir á hægri kantinum. Hún fékk boltann til sín 9. mínútu leiksins, hljóp upp, lék á varnarmann Þórs/KA áður en hún gaf fyrirgjöf sem rataði beint Clöru Sigurðardóttir sem potaði boltanum í netið. Breiðablik var mikið sterkari aðilinn en átti þó ekki mikið af opnum marktækifærum fyrstu þrjátíu mínútur leiksins. En eftir það fóru færin að koma en til dæmis átti Karitas Tómasdóttir flottan sprett upp vinstri kantinn á 37. mínútu og gaf boltann inn á teig á Hildi Antonsdóttur sem tók skot en lét Hörpu verja frá sér. Staðan var 0-1 í hálfleiknum en í seinni hálfleiknum opnuðust flóðgáttirnar. Á 51. mínútu fékk Hildur Antonsdóttir boltann rétt fyrir utan teig og tók kröftugt hlaup að varnarmönnum Þórs/KA og komst í gegn og sendi þá boltann á Karitas Tómasdóttur inn á teig sem kláraði fram hjá Hörpu. Karitas var síðan aftur á ferðinni aðeins sjö mínútum síðar þegar Áslaug Munda tók hornspyrnu sem olli miklum usla í vítateig Þórs/KA og barst boltinn til Karitasar sem þurfti lítið annað að gera en að pota boltanum í netið, staðan orðin 0-3. Síðasta mark Breiðabliks kom síðan aftur út frá hornspyrnu en í þetta skiptið tók Karitas hornspyrnuna sem rataði á Natöshu sem skallaði boltann í netið. Lokatölur því 0-4 á Saltpay-vellinum og Blikar komnir með 21 stig í deildinni. Af hverju vann Breiðablik? Þór/KA hefur verið í miklum vandræðum varnarlega í sumar og þurftu að mæta einu besta sóknarliðinu í deildinni í dag og því fór sem fór. Varnarmenn Þór/KA voru í stökustu vandræðum með leikmenn eins og Birtu, Hildi og Karitas. Hverjar stóðu upp úr? Það er erfitt að horfa framhjá Karitas sem skoraði tvö mörk og átti þátt í öðru en að mínu mati voru það Birta Georgsdóttir og Hildur Antonsdóttir sem stýrðu sóknarleik Blika og voru bestar. Hvað fór illa? Enn og aftur varnarleikurinn hjá Þór/KA, liðið núna búið að fá á sig þrjátíu mörk í deildinni í tíu leikjum. Hvað gerist næst? Bæði lið fara nú inn í langt landsleikjafrí vegna EM.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti