Veður

Gular við­varanir á 17. júní

Atli Ísleifsson skrifar
Gulu viðvaranirnar ná yfir Suðurland, Suðasutrland og Austfirði.
Gulu viðvaranirnar ná yfir Suðurland, Suðasutrland og Austfirði. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Suðausturland og Austfirði vegna hvassviðris og taka þær gildi annað kvöld og eru í tildi fram á morgun eða kvöld á laugardag.

Á vef Veðurstofunnar má sjá að spáð er norðvestan hvassvirði á sunnanverðu landinu. Er spáð að hviður geti farið yfir 30 metra á sekúndu á Suðausturlandi. 

Gular viðvaranir:

  • Suðurland, 17. júní kl 22 til 18. júní kl. 10. Norðvestan 13-20 m/s og hviður staðbundið yfir 30 m/s, hvassast undir Eyjafjöllum. Varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.
  • Suðausturland, 17. júní kl 22 til 18. júní kl. 19. Norðvestan 15-23 m/s og hviður staðbundið yfir 30 m/s. Getur skapað varasöm akstursskilyrði, einkum fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
  • Austfirðir, 17. júní kl 23 til 18. júní kl. 18. Norðvestan 15-20 m/s og hviður staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×