Er SÁÁ á rangri leið? Rósa Ólafsdóttir skrifar 17. júní 2022 14:00 SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Sjúkratryggingar Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
SÁÁ eru samtök sem landsmenn hafa getað treyst á í um 40 ár vegna áfengis- og fíkniefnasjúkdómsins. Einu sinni var ekkert SÁÁ og þá voru engar lausnir í boði gagnvart þessum bráðdrepandi sjúkdómi. Lífið án samtakanna var þannig mun verra. Bōrn voru send landshorna milli vegna slæmra aðstæðna á heimilum. Sum börn voru heppin, önnur ekki. Algengt var að makar hinna sjúku yrðu sjálfir fárveikir vegna drykkjunnar, ofbeldis og fjárhagserfiðleika. Þessi vandræðamál voru oftast mál sem átti að leysa heima fyrir. Það voru ekki margir sem gátu hjálpað. Það var engin lausn, hvað þá síður einhver framtíðarsýn fyrir þann sjúka, fyrir maka eða börnin. Það voru engin meðferðarúrræði eða hvað þá skilningur um af hverju lífið umturnaðist hjá fjölskyldum þegar áfengissýki var annars vegar. Almenna viðhorfið var að það væri bara helber“aumingjaskapur” að geta ekki hætt að drekka eða hafa stjórn á sjálfum sér. Meðalið, SÁÁ Það voru síðan nokkrir einstaklingar sem glímdu við þennan skaðræðis sjúkdóm svo heppnir að komast til Bandaríkjanna á meðferðarstofnanir þar. Þar öðluðust þeir nýja sýn á áfengisbölina. Bæði skilning á að skilgreina áfengissýki sem fíkni sjúkdóm og jafnframt kynntust þeir leiðum til að ná tökum á sjúkdómnum. Meðalið var afeitrun, eftirmeðferð og vinna í tólf spora kerfinu. Það hefur og er að virka hvað best. Þann fróðleik og reynslu tóku þeir með sér til Íslands og urðu brautryðjendur að stofnun SÁÁ. Fengu þeir strax mikinn stuðning frá þjóðinni og hefur sá andlegi og fjárhagslegi stuðningur haldist allar götur síðan. Þessi stuðningur var og er hornsteinninn að allri starfsemi SÁÁ. Það vita grasrótarsamtökin, hinn almenni félagsmaður SÁÁ og þær fjölskyldur sem þekkja til starfsemi SÁÁ. Framtíð SÁÁ Það eru blikur á lofti vegna trúnaðarbrests einstaklinga gagnvart hugsjónum og siðferðis viðmiðum SÁÁ og síðan gagnvart stjórnun fjármála samtakanna þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa kært samtökin bæði til Landlæknis og Héraðssaksóknara fyrir að hafa farið gegn lögum og samningi þeirra á milli. Viðbrögð SÁÁ við þeim áskökunum er að það sé bara allt í himnalagi, að SÁÁ sé á mjög góðum stað og kæra SÍ sé bara á misskilningi byggð. Sömu viðbrögð ber að líta við öðrum alvarlegum ábendingum við stjórnun samtakanna. Framundan er aðalfundur samtakanna sem verður þann 21. júní nk. og þar verður kosið til stjórnar. Það er von mín og bæn að takast megi að leiða sem flest ágreiningsmál hjá samtökunum til farsællar lausnar vegna skjólstæðinganna okkar sem þola ekki lengri biðlista og unga fólksins sem þarf á meðali SÁÁ að halda. Það eru sjúklingarnir og velferð þeirra sem eiga að vera í forgangi. Höfundur er einn af stofnendum SÁÁ og félagsmaður frá upphafi samtakanna.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun