Skógareldar loga um allan Spán Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. júní 2022 14:31 Höfuðborgarbúar kæla sig í einum af mörgum gosbrunnum Madrid, en þar hefur hitinn farið í um og yfir 40 gráður síðustu daga. Fernando Sanchez/GettyImages Ekkert lát er á gríðarlegri hitabylgju á Spáni sem nú hefur staðið í meira en viku. Skógareldar loga um allt land og hefur þurft að rýma á annan tug bæja á Norður-Spáni. Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið. Spánn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hitinn hefur mjög víða farið yfir 40 gráður dag eftir dag og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víðast hvar í landinu. Hitamælar um allt land sýna 10 til 15 gráðum hærri hita en eðlilegt hefur talist hingað til á þessum árstíma og því ekki að undra að margir kvíði því sem eftir lifir sumars, því venjan er sú að júlí og ágúst séu heitustu mánuðir ársins. Og þegar hitamælar eru farnir að sýna meira en 40 gráðu hita í nyrstu héruðum Spánar, þá er staðan ekki eðlileg. Hitinn er hættulegur Svona hár hiti gagnast fáum og er í raun frekar hættulegur en hitt. Sérstaklega börnum og eldra fólki, enda sýna opinberar tölur að um 1.300 manns látist ár hvert að meðaltali vegna mikils hita. Húsráðin til að verjast hitanum eru fá og einföld, drekka vatn, halda sig í skugganum og láta það eiga sig að sprikla mikið í mesta hitanum. Þá má nefna að vinnuslysum fjölgar mikið í hitabylgjum og í erfiðisstörfum eins og vegavinnu og byggingarvinnu mæta starfsmenn þessa dagana oft í vinnu um klukkan 6 að morgni og vinna til klukkan 1, og losna þá við að vinna úti þegar hitinn er mestur um miðjan dag. Skógareldar í Pujerra-skógi í Andalúsíu á Suður-Spáni.Alex Zea/GettyImages Skógareldar brenna um alla Evrópu Annar fylgifiskur hitabylgjunnar eru skógareldar. Síðast þegar ég gáði á kort sem spænska ríkisútvarpið uppfærir daglega, hafa um 40 skógareldar kveiknað víðsvegar á Spáni, flestir á Norður-Spáni. Þar hefur þurft að rýma á annan tug þorpa. Skógareldarnir hafa nú sviðið 19.000 hektara lands, sem er helmingi meira en meðaltal síðustu ára. Þetta er talsvert stærra svæði en allt landflæmi Reykjavíkurborgar. Þessir auknu skógareldar eru reyndar vaxandi vandamál á öllu meginlandi Evrópu, en í löndum Evrópusambandsins er nú sviðin jörð eftir skógarelda á fjórum sinnum stærra svæði en brunnið hafa að meðaltali á síðustu 15 árum. Það sem er grátlegast við þessa skógarelda er að 95% þeirra eru af mannavöldum, flestir þó óviljandi eða af hreinu gáleysi. Maður þarf til dæmis ekki að vera kjarneðlisfræðingur til að gera sér grein fyrir því að maður á ekki að tendra upp í grilli í skóglendi í 40 stiga hita, eins og mannvitsbrekkurnar tvær sem voru handteknar fyrir stuttu við þá iðju í Granada á Suður-Spáni, einum heitasta suðupotti Spánar. Spænska veðurstofan telur að frá og með morgundeginum fari hitinn að lækka aðeins og að þar með ljúki þessari hitabylgju sem verður fráleitt sú síðasta á Spáni þetta sumarið.
Spánn Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira