Vegagerðin birti tilkynningu klukkan 16:49 í dag um að Hvalfjarðagöngunum hefði verið lokað vegna umferðaróhapps og að lokunin gæti tekið um klukkutíma. Klukkan 18:01, rúmum 70 mínútum síðar, opnuðu göngin svo aftur.
Það varði þó stutt af því klukkan 18:50 birti Vegagerðin tilkynningu þess efnis að göngin væru aftur lokuð. Sú lokun stóð yfir í rúmar 40 mínútur og opnuðu göngin aftur upp úr hálf átta.
Allt enn stopp, sáum dráttarbíl fara í göngin rétt í þessu og sjúkrabíl rétt áðan.
— IdaValsdottir (@ValsdottirIda) June 19, 2022
Sjónarvottur sem beið við göngin um sjöleytið sagðist hafa séð dráttarbíl og sjúkrabíl fara inn í göngin. Annar greindi frá því að fólk sem sat fast hefði farið út úr bílum sínum til að kaupa ís af ísbílnum sem sat einnig fastur.