Mannréttindi fatlaðra kvenna Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 20. júní 2022 09:00 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Mannréttindi fatlaðra kvenna Talið er að fatlað fólk sé 15% heimsbyggðarinnar og þar af séu rúm fjögur prósent með alvarlegar birtingamyndir fötlunar. Í skuggaskýrslunni er bent á þá staðreynd að fatlaðar konur eru mun berskjaldaðri fyrir hvers kyns ofbeldi en ófatlaðar konur. Konur almennt eru berskjaldaðri fyrir heimilis- og kynferðislegu ofbeldi, og hjá fötluðum konum bætist stofnanalegt ofbeldi þar við. Samkvæmt skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra frá árinu 2020 hafa takmarkaðar aðgerðir verið í gangi gagnvart ofbeldi gegn fötluðum konum. Þegar mál voru skráð í LÖKE, skráningarkerfi lögreglunnar, bauð kerfið ekki upp á að geta þess hvort brotaþoli væri fatlaður eða ekki; til þess þurfti sérstaka heimild fyrir heilsufarslegar upplýsingar. Kom þetta í veg fyrir að hægt var vinna almennilega með upplýsingar úr kerfinu. Jafnframt kemur fram í skuggaskýrslunni að það beri á því að fatlaðar konur, sérstaklega konur með þroskahömlun og með geðrænar áskoranir, hiki við og jafnvel sækja sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu út af viðmóti og aðgengi. Vitundarvakning þarf að eiga sér stað innan stofnana sem taka á móti og sinna jaðarsettum hópum, eins og fötluðum konum, og auka þarf á þekkingu og skilningi. Reynslan sýnir að verði fötluð kona einu sinni fyrir stuðandi framkomu heilbrigðisstarfsmanns, getur það orðið til þess að hún sækir sér ekki aftur heilbrigðisþjónustu sem getur leitt af sér alvarlegar afleiðingar. Ennfremur kemur fram í skuggaskýrslunni að réttur fatlaðra kvenna til fjölskyldulífs sé takmarkaður. Mýmörg dæmi eru um að seinfærar konur hafi verið sviptar forsjá barna sinna, jafnvel áður en þær fengu að sýna fram á annað. Engu að síður þá hafa innlendar og alþjóðlegar rannsóknir sýnt fram á, að með aðstoð séu seinfærar konur jafn færar um að hugsa um börn sín og veita þeim þroskvænleg uppeldisskilyrði og ófatlaðar konur. Fyrir gildistöku laga um ófrjósemisaðgerðir, nr. 35/2019, voru framkvæmdar ófrjósemisaðgerðir á mörgum fötluðum konum, t.a.m. konum með þroskahömlun eða geðrænar áskoranir, án upplýsts samþykkis þeirra. Eru þetta dæmi um fordóma sem voru ríkjandi og komu í veg fyrir rétt þessara kvenna til fjölskyldulífs. Forræðishyggja er ríkjandi gagnvart fötluðum konum sem endurspeglast meðal annars í aðgreinandi úrræðum og útilokun. Samfélagið á að veita fötluðum konum viðeigandi aðstoð og aðlögun svo þær geti verið virkir samfélagsþegnar, til þess að geta stundað nám eða vinnu, iðkað tómstundir og íþróttir, og sinnt fjölskyldunni sinni til jafn við aðra. Öll viljum við leggja okkar af mörkum til samfélagsins og öll höfum við eitthvað fram að færa, bara með misjöfnum hætti. Það gagnast öllum að margbreytileiki samfélagsins sé sýnilegur og öll eigum við rétt á að halda mannlegri reisn. Í ljósi þess sem að framan er rakið hvöttu höfundar skuggaskýrslunnar stjórnvöld til að grípa til aðgerða með því að koma á fót fræðslu til lögreglu, saksóknara, dómara og heilbrigðisstarfsfólks. Jafnframt eru stjórnvöld hvött til þess að gera aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja sanngjarna og jafna meðferð óháð fötlun, svo fatlaðar konur hafi sömu tækifæri og njóti sömu réttinda og verndar til jafns við aðra. Höfundur er lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar