Fagnaði loksins sigri á risamóti eftir 40 ár sem kylfusveinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 13:30 Matt Fitzpatrick og Billy Foster með verðlaunagripinn eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. David Cannon/Getty Images Englendingurinn Matt Fitzpatrick kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi um helgina, en sigurinn var ekki síst ánægjulegur fyrir kylfusveininn Billy Foster sem hefur verið í bransanum í 40 ár. Hinn 27 ára gamli Fitzpatrick hafði betur eftir hörkukeppni við Scottie Scheffler - efsta kylfing heimslistans - og Will Zalatoris. Aðeins munaði einu höggi á kylfingunum. Þegar ljóst var að sigurinn var í höfn gat kylfusveinninn Billy Foster ekki haldið aftur að tilfinningum sínum. Hann grúfði andlit sitt í höndunum og gleðitárin streymdu fram. After 40 years of caddying, Billy Foster wins his first Major 😍🏆pic.twitter.com/rVxDqtqlCq— Sky Sports (@SkySports) June 20, 2022 „Eftir 40 ár hafa margir af vinum mínum unnið risamót með kylfingunum,“ sagði Foster eftir að sigurinn var í höfn. Eins og áður segir hefur Foster verið lengi í bransanum, en hann hefur unnið með kylfingum á borð við Darren Clarke, Thomas Bjørn og Lee Westwood. Hann og Westwood unnu saman í tíu ár, en á þeim tíma var kylfingurinn níu sinnum meðal efstu þriggja manna á risamótum og þrisvar endaði hann í öðru sæti. „Darren Clarke átti sína möguleika á sínum tíma, ég var kylfusveinn hjá Thomas Bjørn þegar hann endaði í glompunni og tapaði og Westwood þegar hann tapaði fyrir [Phil] Mickelson á The Masters. Þetta er mikið af slæmum minningum en þegar sigurinn var í höfn í dag þá var það algjör léttir.“ „Ég hef áður talað um það að það var eins og ég væri með apa á bakinu en ég held að það hafi í rauninni verið fullvaxin górilla. Það var gott að losna við hana af bakinu því hún var farin að þreyta mig,“ sagði Foster léttur. Foster segist oft hafa hugsað um þetta augnablik og var alveg með á hreinu hvað tæki við næstu daga. „Eins og ég sagði þá var þetta algjör léttir. Ég mun njóta þess í kvöld og alla næstu viku, svo mikið er víst. Það verður eitthvað partýstand og nokkrir bjórar drukknir,“ sagði kátur Foster að lokum. Billy Foster = 🐐— Matt Fitzpatrick (@MattFitz94) June 20, 2022 Gleðin var ósvikin þegar sigurinn var í höfn.Warren Little/Getty Images Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Fitzpatrick hafði betur eftir hörkukeppni við Scottie Scheffler - efsta kylfing heimslistans - og Will Zalatoris. Aðeins munaði einu höggi á kylfingunum. Þegar ljóst var að sigurinn var í höfn gat kylfusveinninn Billy Foster ekki haldið aftur að tilfinningum sínum. Hann grúfði andlit sitt í höndunum og gleðitárin streymdu fram. After 40 years of caddying, Billy Foster wins his first Major 😍🏆pic.twitter.com/rVxDqtqlCq— Sky Sports (@SkySports) June 20, 2022 „Eftir 40 ár hafa margir af vinum mínum unnið risamót með kylfingunum,“ sagði Foster eftir að sigurinn var í höfn. Eins og áður segir hefur Foster verið lengi í bransanum, en hann hefur unnið með kylfingum á borð við Darren Clarke, Thomas Bjørn og Lee Westwood. Hann og Westwood unnu saman í tíu ár, en á þeim tíma var kylfingurinn níu sinnum meðal efstu þriggja manna á risamótum og þrisvar endaði hann í öðru sæti. „Darren Clarke átti sína möguleika á sínum tíma, ég var kylfusveinn hjá Thomas Bjørn þegar hann endaði í glompunni og tapaði og Westwood þegar hann tapaði fyrir [Phil] Mickelson á The Masters. Þetta er mikið af slæmum minningum en þegar sigurinn var í höfn í dag þá var það algjör léttir.“ „Ég hef áður talað um það að það var eins og ég væri með apa á bakinu en ég held að það hafi í rauninni verið fullvaxin górilla. Það var gott að losna við hana af bakinu því hún var farin að þreyta mig,“ sagði Foster léttur. Foster segist oft hafa hugsað um þetta augnablik og var alveg með á hreinu hvað tæki við næstu daga. „Eins og ég sagði þá var þetta algjör léttir. Ég mun njóta þess í kvöld og alla næstu viku, svo mikið er víst. Það verður eitthvað partýstand og nokkrir bjórar drukknir,“ sagði kátur Foster að lokum. Billy Foster = 🐐— Matt Fitzpatrick (@MattFitz94) June 20, 2022 Gleðin var ósvikin þegar sigurinn var í höfn.Warren Little/Getty Images Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Golf Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira