Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Árni Sæberg skrifar 20. júní 2022 16:15 Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra kynnti stofnframlög ársins 2022 á opnum fundi í dag. Stöð 2/Bjarni Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag. Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022 var kynnt í dag en framlagið nemur alls 2,6 milljörðum króna. Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað framlögum að fjárhæð um 30 milljarða til uppbyggingar á yfir 3.000 hagkvæmum leiguíbúðum víðsvegar um landið, að því er segir í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Af þeim 328 íbúðum sem byggðar verða eða keyptar fyrir 2,6 milljarðana eru 46 prósent á landsbyggðinni en það hlutfall hefur aldrei verið hærra. Af íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Allar verða þær að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Ætlað að auka öryggi og lækka leiguverð Íbúðir sem eru byggðar eða keyptar fyrir stofnframlög eru ætlaðar fyrir tekju- og eignalága og ýmsar kröfur eru gerðar til þeirra. Þannig er með uppbyggingu á slíkum íbúðum aðgengi aukið að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði með áherslu á nýbyggingar og fjölgun íbúða. „Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu á leigumarkaði. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Almenna íbúðakerfið hefur sýnt sig sem úrræði þar sem boðið er upp á hagstæða, örugga langtímaleigu sem stuðlar að heilbrigðari leigumarkaði og auknu húsnæðisöryggi.“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra en hann hélt ræðu á opnum fundi um úthlutun stofnframlaga í dag. Stefni í stórsókn í uppbyggingu leiguíbúða á landsbyggðinni Um 150 íbúðir verða byggðar á landsbyggðinni fyrir stofnframlög árið 2022 en það er metfjöldi. Því til viðbótar var nýlega stofnað óhagnaðardrifið leigufélag, Brák, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaga á landsbyggðinni um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða. Því er ljóst að töluverðrar uppbyggingar er að vænta á landsbyggðinni á næstu misserum. „Með tilkomu stofnframlaga opnast möguleiki fyrir sveitarfélög á landsbyggðinni til að efla aðkomu sína að uppbygginu leiguhúsnæðis fyrir tekjulága. Með samstarfi Fjarðabyggðar við Brák hses. um uppbyggingu á grundvelli stofnframlaga ríkis og sveitarfélaga getur Fjarðabyggð eflt mjög sinn stuðning við tekjulága einstaklinga og fjölskyldur í Fjarðabyggð,“ sagði Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á fundinum í dag.
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira