Erlent

Fimm ára drengur lést af völdum voða­skots á Græn­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Alls búa um 1.500 manns í bænum Paamiut.
Alls búa um 1.500 manns í bænum Paamiut. Getty

Fimm ára drengur lést af völdum voðaskots í Paamiut á suðvesturströnd Grænlands síðdegis á mánudaginn. Lögregla segir að um hörmulegt slys hafi verið að ræða.

Frá þessu greindi lögregla á Grænlandi í gær, en fréttir bárust af því á mánudag að lögregla væri með andlát ungs barns til rannsóknar.

Lögregla sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu seinni partinn í gær vegna málsins. „Rannsóknin hefur til þessa sýnt fram á að um hafi verið að ræða hörmulegt atvik hjá fjölskyldu í Paamiut, þar sem fimm ára drengur lést af völdum voðaskots.“

Grænlenski fjölmiðilinn Sermitsiaq.AG segir að lögregla vilji ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.

Alls búa um 1.500 manns í bænum Paamiut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×