Íslandsbanki herðir reglur um viðskipti starfsmanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2022 17:24 Íslandsbanki herðir reglur sínar um viðskipti starfsmanna, bæði almennra starfsmanna og miðlara. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki herti reglur sínar um bankaviðskipti starfsmanna bankans þann 15. júní síðastliðinn. Með breytingunum er starfsmönnum einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf og skuldabréf bankans á opnu viðskiptatímabili og miðlurum bankans er alfarið meinað að versla með eigin reikning. Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24