Íslandsbanki herðir reglur um viðskipti starfsmanna Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júní 2022 17:24 Íslandsbanki herðir reglur sínar um viðskipti starfsmanna, bæði almennra starfsmanna og miðlara. Vísir/Vilhelm Íslandsbanki herti reglur sínar um bankaviðskipti starfsmanna bankans þann 15. júní síðastliðinn. Með breytingunum er starfsmönnum einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf og skuldabréf bankans á opnu viðskiptatímabili og miðlurum bankans er alfarið meinað að versla með eigin reikning. Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Vísi var bent á að nýlega hafi Íslandsbanki ákveðið að herða reglur sínar um viðskipti bankastarfsmanna allverulega. Jafnframt barst Vísi til eyrna að sumir starfsmenn bankans væru óánægðir með breytingarnar, verið væri að herða reglurnar um of, sérstaklega að miðlurum bankans. Vænta má að þessar hertu reglur komi í kjölfar hinna miklu viðbragða almennings og sérfræðinga við útboðið á hlut bankans í mars. Í kjölfar breytinganna geta starfsmenn einungis verslað með hlutabréf og skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili, þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans og miðlurum er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Þá segir að í þeim útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili taki framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé heimiluð þátttaka. Blaðamaður hafði samband við fulltrúa bankans til að spyrjast fyrir um breytingarnar á reglunumen í svari frá bankanum segir að tilgangur breytinganna hafi verið að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og að þær hafi verið gerðar til að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Að neðan má sjá svörin frá bankanum varðandi hinar breyttu reglur. Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Hér eru breytingarnar sem gerðar voru á reglum bankans er snúa að viðskiptum starfsmanna með fjármálagerninga. Tilgangur þeirra er að koma í veg fyrir hagsmunaárekstur og voru breytingar gerðar til þess að reglurnar væru hafðar yfir allan vafa. Starfsmönnum er einungis heimilt að eiga viðskipti með hlutabréf/skuldabréf í Íslandsbanka á opnu viðskiptatímabili (þ.e. 30 dögum eftir birtingu uppgjöra bankans) og í almennum útboðum til almennra fjárfesta. Rétt er að benda á að þessar reglur eiga við alla starfsmenn bankans og nána fjölskyldumeðlimi, sjá nánar í reglunum. Starfsmönnum verðbréfamiðlunar og eigin viðskipta er óheimilt að eiga verðbréfaviðskipti fyrir eigin reikning. Í almennum útboðum þar sem bankinn er sjálfur útgefandi eða umsjónaraðili tekur framkvæmdastjórn fyrirfram afstöðu til þess hvort starfsmönnum sé almennt heimil þátttaka.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24