Fótbolti

Arsenal og Juventus berjast um undir­skrift Söru Bjarkar

Atli Arason skrifar
Sara Björk er tvöfaldur Evrópumeistari
Sara Björk er tvöfaldur Evrópumeistari Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir getur nánast valið með hvaða stórliði hún vill spila með á næsta leiktímabili. Stærstu lið Evrópu vilja fá Söru Björk til liðs við sig.

Ítalski blaðamaðurinn Giovanni Albanese skrifaði á twitter fyrr í dag að hann hefði heimildir fyrir því að Juventus væri á eftir Söru Björk Gunnarsdóttir, sem nú er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Lyon.

Juventus er næst sigursælasta lið Ítalíu á eftir Torres en Juvetus hefur alfarið eignað sér ítölsku deildina og unnið hana síðustu fimm ár í röð.

Það er fotbolti.net sem vekur athygli á þessum ummælum Albanese en samkvæmt ítalska blaðamanninum er enska liðið Arsenal einnig á eftir Söru Björk. Arsenal er eitt af sigursælustu liðum Englands en aðeins Chelsea hefur unnið ensku deildina oftar en Arsenal.

Real Madrid er líka sagt áhugasamt upp Söru en Real er að byggja um vörumerki sitt í kvennafótboltanum eftir að hafa stofnað lið fyrir einungis tveimur árum síðan eftir yfirtöku og samruna við CD Tacón.

Sara sagði í viðtali við Stöð 2 í vikunni að eitthvað væri í bígerð varðandi samningsmál hennar en það væri ekki orðið tímabært að greina frá því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×