Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2022 12:20 Frá veginum inn í Landmannalaugar. Vegagerðin segir að unnið sé að heflun á svæðinu. Vegurinn sé frekar holóttur, þá sérstaklega sunnan við Ljótapoll. Mynd/Stöð 2. Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Nýtt hálendiskort, sem Vegagerðin birti í morgun, sýnir þau svæði hálendisins skástrikuð þar sem akstur er enn bannaður. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun.Vegagerðin Þótt búið sé að aflétta akstursbanni þýðir það þó ekki að vegurinn sé orðinn fær og þurfa vegfarendur því jafnframt að kynna sér færðarkort Vegagerðarinnar, hyggi þeir á hálendisferðir. Kjalvegur var fyrsta stóra hálendisleiðin sem opnaðist þetta sumarið en Kjölur varð fær þann 10. júní. Kaldadalsvegur var seinna á ferðinni en hann opnaðist 13. júní. Töluverður snjór er hins vegar enn á Sprengisandsleið og ekki reiknað með að hún opnist fyrr en eftir mánaðamót, að sögn Magnúsar Inga. Frá Sprengisandsleið.Vísir/Vilhelm Báðar Fjallabaksleiðir eru enn ófærar. Þó er búið að opna hluta Fjallabaksleiðar nyrðri úr Skaftártungu og upp í Eldgjá. Minnst þriggja vikna bið verður hins vegar í það að leiðin opnist milli Landmannalauga og Eldgjár þar sem brúin yfir Jökulgilskvísl er löskuð. Þá er mikill snjór á Mælisfellssandi og ekki búist við að Fjallabaksleið syðri opnist fyrr en eftir mánaðamót. Þó er búist við að Emstruleið úr Fljótshlíð, vegur F261, verði fær um helgina. Í Skaftárhreppi er búið að opna Lakaleið að Fagrafossi og vonast til að leiðin að Lakagígum opnist eftir helgi. Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
Nýtt hálendiskort, sem Vegagerðin birti í morgun, sýnir þau svæði hálendisins skástrikuð þar sem akstur er enn bannaður. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun.Vegagerðin Þótt búið sé að aflétta akstursbanni þýðir það þó ekki að vegurinn sé orðinn fær og þurfa vegfarendur því jafnframt að kynna sér færðarkort Vegagerðarinnar, hyggi þeir á hálendisferðir. Kjalvegur var fyrsta stóra hálendisleiðin sem opnaðist þetta sumarið en Kjölur varð fær þann 10. júní. Kaldadalsvegur var seinna á ferðinni en hann opnaðist 13. júní. Töluverður snjór er hins vegar enn á Sprengisandsleið og ekki reiknað með að hún opnist fyrr en eftir mánaðamót, að sögn Magnúsar Inga. Frá Sprengisandsleið.Vísir/Vilhelm Báðar Fjallabaksleiðir eru enn ófærar. Þó er búið að opna hluta Fjallabaksleiðar nyrðri úr Skaftártungu og upp í Eldgjá. Minnst þriggja vikna bið verður hins vegar í það að leiðin opnist milli Landmannalauga og Eldgjár þar sem brúin yfir Jökulgilskvísl er löskuð. Þá er mikill snjór á Mælisfellssandi og ekki búist við að Fjallabaksleið syðri opnist fyrr en eftir mánaðamót. Þó er búist við að Emstruleið úr Fljótshlíð, vegur F261, verði fær um helgina. Í Skaftárhreppi er búið að opna Lakaleið að Fagrafossi og vonast til að leiðin að Lakagígum opnist eftir helgi.
Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira