Banchero valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar og Mobley bræður sameinaðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 16:30 Paolo Banchero mun spila fyrir Orlando Magic. ESPN Nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram með pompi og prakt í nótt. Paolo Banchero var valinn fyrstur og mun hann spila fyrir Orlando Magic á komandi tímabili. Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Paolo Banchero lék með Duka háskólanum og ætti að geta látið til sín taka strax á fyrsta tímabili með Orlando. Hann er sterkur framherji sem er þegar talinn líklegur til að vera valinn nýliði ársins. Chet Holmgren lék með Gonzaga, sama háskóla og Kári Árnason, fyrrverandi miðvörður íslenska landsliðsins, lék með um tíma. Holmgren er áhugaverður leikmaður en um er að ræða vel rúmlega tveggja metra háan mann sem getur varið hringinn og skotið þriggja stiga skotum. Er hann talinn einn áhugaverðasti leikmaður 2022 árgangsins. "I'm big on betting on myself" @ChetHolmgren pic.twitter.com/o6HCwbSuqM— NBA Draft (@NBADraft) June 24, 2022 Jabari Smith lék með Auburn háskóla og var lengi vel talið að hann yrði valinn fyrstur í ár. Hann þarf að bæta leik sinn á nokkrum sviðum en er góður skotmaður og sprækur varnarmaður. Talið er að hann muni passa vel með Jalen Green hjá Rockets. LETS GET IT pic.twitter.com/JaU79ignNa— Jabari Smith Jr (@jabarismithjr) June 24, 2022 Sacramento Kings átti fjórða valrétt og valdi Keegan Murrey. Detroit Pistons valdi Jaden Ivey þar á eftir. Á vef CBS Sports má finna alla 58 leikmennina sem valdir voru í nýliðavalinu sem og umsögn um þá. Ein af skemmtilegri sögum nýliðavalsins er sú að Cleveland Cavaliers valdi Isiah Mobley sem þýðir að hann mun nú spila með bróðir sínum, Evan, í NBA-deildinni eftir að hafa spilað saman í gagnfræði- og háskóla. Same HS Same college Same NBA team Isaiah Mobley is drafted by the Cavs, joining forces his brother once again pic.twitter.com/iSY9IcqLUr— ESPN (@espn) June 24, 2022 Sonur goðsagnarinnar Scottie Pippen, Scottie Pipper Jr., skrifaði undir samning við Los Angeles Lakers. Mun hann geta spilað bæði fyrir Lakers sem og G-deildarlið þeirra. Shareef O‘Neal, sonur annarrar goðsagnar, mun svo spila fyrir Lakers í sumardeild NBA en óvíst er hvort hann verði í NBA-deildinni á næstu leiktíð. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira