Red Bull lætur ökumann sem gerðist sekur um kynþáttafordóma fara Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. júní 2022 14:16 Juri Vips hefur verið látinn fara frá Red Bull. Mark Thompson/Getty Images Ökuþórinn Juri Vips, sem ekur í Formúlu 2 og er varamaður hjá Red Bull í Formúlu 1, hefur verið látinn fara frá liðinu eftir að hann gerðist sekur um kynþáttafordóma. Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips) Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Vips var að spila tölvuleiki í beinu streymi með liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Liam Lawson, þegar hann lét ummælin falla. Frá þessu er greint meðal annars á heimasíðu breska ríkisútvarspins BBC, en ekki er tekið fram hvað það var sem Vips sagði. Vips lét einnig óviðeigandi ummæli í garð samkynhneigðra falla í streyminu. Í yfirlýsingu Red Bull á samfélagsmiðlum segist liðið fordæma hatursorðræðu af hvaða tagi sem er. „Við fordæmum hatursorðræðu af hvaða tagi sem er og gefum engan slaka þegar kemur að kynþáttafordómum innan okkar félags.“ Vips hefur sent frá sér afsökunarbeiðni á Instagram-síðu sinni þar sem hann segist sjá eftir orðum sínum. „Svona tal er algjörlega óviðunandi og gefur ekki rétta mynd af þeim gildum sem ég vil standa fyrir,“ skrifaði Vips. „Ég biðst innilegrar afsökunar á gjörðum mínum og þetta er ekki fordæmið sem ég vil setja. Ég mun sýna rannsókninni fullan samstarfsvilja.“ View this post on Instagram A post shared by Ju ri Vips (@juri_vips)
Formúla Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira