Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2022 08:05 Lúxus hótelið á Grenivík, sem framkvæmdir eru hafnar við. Hótelið verður glæslegt í alla staði og útsýnið frá því stórkostlegt. Aðsend Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur. Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent