„Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. júní 2022 15:29 Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðarblokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. AP/Nariman El-Mofty Einn lét lífið eftir að Rússar vörpuðu í morgun sprengjum á að minnsta kosti tvær íbúðablokkir í Kænugarði höfuðborg Úkraínu. Íslendingur sem býr í borginni segir óþægilegt að vakna upp við sprengingar á ný. Hann er orðinn langþreyttur á stríðinu sem hann segir verða blóðugra með hverjum deginum. Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum. Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Sjö ára gamalli stúlku var bjargað úr rústum einnar íbúðablokkarinnar í morgun að sögn borgarstjóra Kænugarðs. Þetta eru fyrstu loftárásir Rússa á höfuðborgina frá 5. júní en þeir hafa síðustu vikur einbeitt sér að austurhluta landsins. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari er búsettur í Kænugarði og segir sprengingarnar hafa verið um kílómetra frá sér. „Sunnudagurinn í dag var mjög planaður hjá okkur hjónum að vera frídagur. Síðan vöknum við við sprengingar klukkan sex í morgun,“ segir Óskar. Þau hjónin eru orðin allt of vön sprengingum í hverfi sínu þrátt fyrir að rúmar tvær vikur séu síðan Rússar sprengdu þar. “Þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og maður hrekkur við. Við erum komin með eitthvað automatískt hvað við gerum; við stökkvum bara upp og við erum búin að byggja okkur… Við erum með svona teppi og dót inni á baði hjá okkur. Við hlupum bara beint upp úr rúmi og þangað inn,“ segir Óskar. Rússar reyna nú að fella síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk-héraði, meðal annars með linnulausum loftárásum á borgina Lysjansk, sem er skammt frá borginni Sjeverodonetsk, sem Rússar náðu nýlega á sitt vald. Stríðið hefur nú staðið yfir í 123 daga. Óskar segir fólk orðið afar þreytt á því. “Stríðið sjálft hefur frá byrjun haft svalaleg áhrif á þjóðina og þetta er ekkert eitthvað sem að venst bara. En það sem að hefur áhrif á kannski er að umfjöllun heimsins er aðeins farin að dragast í burtu, maður er farinn að sjá það. Stríðið er alveg jafn blóðugt í dag og það var í byrjun. Og mikið, mikið blóðugra.“ Leiðtogar G7 ríkjanna, sjö af öflugustu iðnríkjum heims, koma saman til fundar í Munchen í Þýskalandi í dag. Úkraínustríðið verður þar efst á baugi en utanríkisráðherra Úkraínu kallaði eftir því í morgun að ríkin myndu bregðast við sprengjuárásinni á Kænugarð á fundinum með frekari refsiaðgerðum gegn Rússum.
Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Lysychansk síðasta vígi Úkraínumanna í Luhansk Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði. Nú er Lysychansk eina borgin í Luhansk sem Úkraínumenn ráða enn yfir. 25. júní 2022 16:53