Erlent

Minnst fjögur látin eftir að stúka hrundi á nauta­ati

Árni Sæberg skrifar
Slysið varð á svokölluðu „Corralejas“ nautaati, þar sem almenningur tekur virkan þátt í atinu. Myndin sýnir slíkan viðburð árið 2017.
Slysið varð á svokölluðu „Corralejas“ nautaati, þar sem almenningur tekur virkan þátt í atinu. Myndin sýnir slíkan viðburð árið 2017. Jan Sochor/Getty

Minnst fjögur létust og hundruð eru slösuð eftir að áhorfendastúka hrundi í El Espinal í Kólumbíu þegar nautaat fór fram í dag.

Staðarmiðlar í Kólumbíu segja að allt að fimm hundruð manns hafi slasast þegar stúkan hrundi en Ricardo Orozco, fylkisstjóri Tolima, þar sem El Espinal er, segir að minnst fjögur hafi látist, tvær konur, einn karlmaður og eitt barn. Kólumbíski miðillinn RedMas greinir frá.

Miðillin deilir einnig myndbandi af atvikinu á Twitter-síðu sinni, en það má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×