Lífið samstarf

Tímalaus húsgögn Minotti heilla fagurkera

Módern
Hönnun ítalska merkisins Minotti fæst hér á landi í versluninni Módern Faxafeni 10. Saga Minotti teygir sig aftur um 75 ár og er enn í eigu fjölskyldunnar sem stofnaði fyrirtækið.
Hönnun ítalska merkisins Minotti fæst hér á landi í versluninni Módern Faxafeni 10. Saga Minotti teygir sig aftur um 75 ár og er enn í eigu fjölskyldunnar sem stofnaði fyrirtækið.

Ítalska hönnunarhúsið Minotti er þekkt fyrir fáguð og glæsileg húsgögn. Það er uppáhald fagurkera og arkitektar um allan heim keppast um að nota húsgögnin þeirra í verkefnum sínum.

Minotti fæst hér á landi í versluninni Módern Faxafeni 10. Hver einasta pöntun er framleidd eftir máli og segir Úlfar Finsen, framkvæmdastjóri Módern, ekki um neina venjulega vöru að ræða, miklu frekar lausn, möguleikarnir séu nánast óþrjótandi.

„Þú hefur allt að þrjú hundruð stærðir af hverjum sófa sem hægt er að púsla saman og endalaust úrval af áklæði. Það er afar sjaldgæft að einhver panti nákvæmlega eins og þú, þetta kemur sér vel á litlu landi eins og okkar,“ segir hann. Minotti er eitt af áttatíu vörumerkjum Módern og þeirra langstærst. Íslendingar kunna að meta fágaða ítalska hönnun og hefur Módern undanfarin ár selt mest allra verslana í Skandinavíu sem höndla með Minotti.

Úlfar Finsen, framkvæmdastjóri Módern segir ekki um neina venjulega vöru að ræða, miklu frekar lausn, möguleikarnir séu nánast óþrjótandi.

„Við erum ein með umboð Minotti hér á landi og samstarfið hefur gengið frábærlega. Íslendingar leggja mikið í heimili sín enda eyðum við miklum tíma innanhúss meðan fólk er meira úti þar sem veðrið er betra. Við höfum líka mikið pláss, rýmin eru opin og við getum verið með sófa úti á miðju gólfi, húsgögnin njóta sín vel. 

Minotti leggur líka mikla áherslu á gæði og þægindi, þetta er ekki bara útlit og ítalskur „flamboyans“,“ segir Úlfar.

 Velgengni Minotti megi ekki síst rekja til áherslubreytingar sem gerð var í fyrirtækinu upp úr 1996 en saga fyrirtækisins teygir sig aftur um 75 ár. Minotti er fjölskyldufyrirtæki með skýra sýn.

Önnur kynslóð Minotti fjölskyldunnar gerði áherslubreytingar á fyrirtækinu og festi það í sessi sem eitt af stærri nöfnum heims í húsgagnabransanum.

„Önnur kynslóð Minotti fjölskyldunnar tók við stjórnartaumunum um 1990 og þá verður Minotti eins og við þekkjum það í dag. Þau hættu að kynna stakar vörur á hverju ári eins og venjan var í húsgagnabransanum, réðu til sín yfirhönnuð og hófu að kynna heilar samstæðar línur, eins og tískuhúsin gera. Yfirhönnuðurinn, Rodolfo Dordoni er þeirra Steve Jobs, er meira að segja alltaf í svartri peysu og gallabuxum. Hann býr til heildar-consept fyrir hverja línu og ekkert fer frá þeim nema hann samþykki það. Hann er einn sá virtasti í bransanum á Ítalíu, arkitekt og innanhússhönnuður, með mikla ástríðu fyrir því að fegra heimili fólks,“ segir Úlfar.

Þú hefur allt að þrjú hundruð stærðir af hverjum sófa sem hægt er að púsla saman og endalaust úrval af áklæði.

Línur Dordoni eru klassískar og auðveldlega má para saman hluti úr línunni sem kom út árið 2000 við hluti úr línunni fyrir 2022. „Fólk þreytist ekki á þessu. Auðvitað eru tískusveiflur í áklæði og litum en varan sjálf er alltaf tímalaus klassík og passar inn í allan stíl,“ segir Úlfar.

Fyrirtækið er staðsett í Brianza, rótgrónu hönnunarsvæði á Norður Ítalíu. Þar rík hefð fyrir handverki og framleiðslu og öll stærstu hönnunarfyrirtækin hafa komið sér þar fyrir á um 20 kílómetra radíus. 

„Þarna er allt til alls og sagan segir að fyrir einhverjum hundruðum ára hafi konungur flutt handverksfólk af allri Ítalíu á svæðið til að vinna að höllinni Monsa. Það hafi markað upphafið og enn þann dag í dag er þarna að finna helstu sérfræðingana í húsgagnasmíði, trésmiði og bólstrara. Eftir seinni heimstyrjöld verður mikill uppgangur á svæðinu og öll helstu húsgagnamerkin verða til í kringum 1960. En það sem gerir Minotti einstakt er að flest fyrirtækin seldu eftir árið 2000 en Minotti er enn í 100 % eigu fjölskyldunnar,“ segir Úlfar.

Fágun og glæsileiki einkennir hönnun Minotti.

„Fólk þreytist ekki á þessu. Auðvitað eru tískusveiflur í áklæði og litum en varan sjálf er alltaf tímalaus klassík og passar inn í allan stíl,“ segir Úlfar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×