Glódís Perla stjarnan í nýju EM-auglýsingunni: Mikið í boði úti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Nýja Sjálandi á SheBelievesCup. Getty/Ric Tapia Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir viðurkennir að hún hafi ekki áttað sig á því hversu mikil vinna færi að gera auglýsingu. Glódís er í aðalhlutverki í nýrri EM-auglýsingu N1. Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira