Glódís Perla stjarnan í nýju EM-auglýsingunni: Mikið í boði úti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 08:31 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með íslenska landsliðinu á móti Nýja Sjálandi á SheBelievesCup. Getty/Ric Tapia Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir viðurkennir að hún hafi ekki áttað sig á því hversu mikil vinna færi að gera auglýsingu. Glódís er í aðalhlutverki í nýrri EM-auglýsingu N1. Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Englandi þar sem Glódís Perla verður í lykilhlutverki í vörn íslenska landsliðsins. Eins og oft áður þegar Ísland er á stórmóti í fótbolta þá nýtti fyrirtæki á Íslandi tækifærið til að gera auglýsingu tengdri mótinu. N1 leyfði gestum á fésbókasíðu fyrirtækisins að kíkja á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar. Hannes Þór Halldórsson, leikjahæsti landsliðsmarkvörður karlaliðs Íslands frá upphafi, er leikstjóri hennar en hann þekkir það vel að búa til flottar fótboltaauglýsingar. Hannes skrifaði auglýsinguna og nýtti sér það mikið úr sínum reynslubolta sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Þar er líka rætt við Glódísi Perlu en upptökur á auglýsingunni fóru meðal annars fram í München í Þýskalandi þar sem hún spilar með stórliði Bayern München. Kíktu á bak við tjöldin við gerð nýju EM-auglýsingarinnar okkar. Það er svo magnað að sjá hvernig Hannes og hans lið...Posted by N1 on Föstudagur, 24. júní 2022 „Þessi auglýsing sýnir frá minni vegferð, frá því að ég er ung í HK þar til að ég er kominn til stórliðsins Bayern München,“ sagði Glódís Perla. „Upplifun mín af því að vera í svona auglýsingu er mjög góð. Þetta er stórt og mikið ferli, miklu meira en ég bjóst við eða gerði mér grein fyrir enda er maður að taka upp í marga klukkutíma fyrir einhverja sekúndur í einni senu,“ sagði Glódís. „Það er mikil vinna sem fer í svona auglýsingu og fólkið sem er að sjá um þetta á mikið hrós skilið. Þetta er mjög mikil vinna og vel unnið,“ sagði Glódís. „Ég vona að þessi auglýsing sé hvatning fyrir unga krakka og kannski stelpur sérstaklega að það er mikið í boði úti í heimi. Ef maður leggur á sig vinnuna þá getur maður náð stórum markmiðum og fengið að upplifa draumana sína,“ sagði Glódís. „Það þýðir ekkert að gefast upp í fyrsta skiptið sem eitthvað gengur ekki upp eða það koma einhver mistök. Þá verður maður að halda áfram og áfram og áfram og finna leiðir þar til að maður kemst þar sem maður vill vera,“ sagði Glódís.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti