Uppskriftina úr þættinum má sjá hér að neðan. Rauðvínssoðnir lambaskankar með kartölfumús og kaffikorgs sósu:
Lamb
- 4 lambaleggir/skankar
- 2 msk olía
- salt og pipar
- 2 laukar
- 4 hvítlauksrif
- 4 gulrætur
- 6 greinar garðablóðberg
- 2 msk paprikuduft
- 3 greinar rósmarín
- 200 gr sellerírót
- 2 msk tómatpurré
- 300 ml nautasoð
- 2 msk smjör
- 500 ml rauðvín
- 1 msk kaffikorgur í sósuna
Kartöflumús
- 4 bökunarkartöflur
- 1 hvítlauksrif
- salt og pipar
- 200 gr smjör
- steinselja
Baunir og sveppir
- 400 gr strengjabaunir
- 200 gr sveppir
- 1 msk olía
- salt og pipar
- 1 msk smjör

Aðferð:
- Brúnið lambaleggi í potti á öllum hliðum og kryddið með hvítlauk, salti og pipar. Skerið lauk og gulrætur í tvennt. Afhýðið og skerið sellerírót í teninga. Bætið öllu sem eftir er í uppskrift út í steikarpottinn. Bakið í ofni í 3 tíma á 140 gráðum með loki á. Hækkið ofn í 200 gráður og bakið í 30 mínútur með lokið af. Takið leggina úr pottinum og blandið innihaldi pottsins saman með töfrasprota. Bætið við kaffikorgi til að bragðbæta sósuna.
- Bakið kartöflur í ofni í 1 klst á 200 gráðum. Kreistið kartöflur úr hýðinu í pott og stappið. Saxið hvítlauk og steinselju. Blandið saman við smjör, salt og pipar, hvítlauk og steinselju.
- Steikið baunir á pönnu upp úr olíu og smjöri og kryddið með salti og pipar.
Helvítis kokkurinn eru matreiðsluþættir sem koma út á Vísi og Stöð 2+ í sumar. Hægt er að fylgjast nánar með á Instagram.
Njótið!