Gefast upp á erfiðum markaðsaðstæðum og selja bruggverksmiðju Árni Sæberg skrifar 29. júní 2022 10:40 Brugggræjur Steðja afkasta tvö þúsund lítrum. Facebook/Dagbjartur Ingvar Arilíusson Eigendur brugghússins Steðja hafa ákveðið að selja allar sínar bruggræjur og hætta starfsemi sinni. Annar eigandinn segir að greiða þurfi fyrir að koma áfengi í hillur ÁTVR. Dagbjartur Ingvar Arilíusson hefur rekið brugghúsið Steðja í Borgarfirði síðastliðinn áratug ásamt eiginkonu sinni Svanhildi Valdimarsdóttur. Mikla athygli vakti á dögunum þegar Dagbjartur lét reyna á mátt Facebook og auglýsti allar brugggræjur Steðja á hópnum Brask og brall.is. „Komplett verksmiðja. Ásett verð 30 milljónir, ýmis skipti skoðuð,“ sagði í auglýsingunni. Þetta vakti áhuga þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni sem slógu á þráðinn til Dagbjarts í morgun. Hlusta má á viðtal við hann í spilaranum hér að neðan: „Það er kannski komin ákveðin þreyta í okkur hjónin sem erum að reka þetta. Við erum búin að standa í framlínunni tíu ár í að reyna að koma einhverjum breytingum í gagnið,“ segir Dagbjartur spurður að því hvort það sé ekki skrýtið að leggja upp laupana núna þegar stutt er í að handverksbrugghús fá leyfi til að selja vörur sínar beint til viðskiptavina. Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður þau tíu ár sem Steðji var starfræktur, sér í lagi með tilliti til þess að koma bjór í hillur ÁTVR. „Þetta er mjög harður heimur,“ segir Dagbjartur. Þá segir hann að það séu aðeins fjármagnseigendur sem geti tryggt vörum sínum hillupláss í ÁTVR, enda sé eina leiðin til þess að kaupa eigin vörur í brettavís. Steðji hafi aldrei haft fjármagn til þess. Áfengi og tóbak Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27. júní 2022 21:30 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Dagbjartur Ingvar Arilíusson hefur rekið brugghúsið Steðja í Borgarfirði síðastliðinn áratug ásamt eiginkonu sinni Svanhildi Valdimarsdóttur. Mikla athygli vakti á dögunum þegar Dagbjartur lét reyna á mátt Facebook og auglýsti allar brugggræjur Steðja á hópnum Brask og brall.is. „Komplett verksmiðja. Ásett verð 30 milljónir, ýmis skipti skoðuð,“ sagði í auglýsingunni. Þetta vakti áhuga þáttastjórnenda Bítisins á Bylgjunni sem slógu á þráðinn til Dagbjarts í morgun. Hlusta má á viðtal við hann í spilaranum hér að neðan: „Það er kannski komin ákveðin þreyta í okkur hjónin sem erum að reka þetta. Við erum búin að standa í framlínunni tíu ár í að reyna að koma einhverjum breytingum í gagnið,“ segir Dagbjartur spurður að því hvort það sé ekki skrýtið að leggja upp laupana núna þegar stutt er í að handverksbrugghús fá leyfi til að selja vörur sínar beint til viðskiptavina. Hann segir að reksturinn hafi verið erfiður þau tíu ár sem Steðji var starfræktur, sér í lagi með tilliti til þess að koma bjór í hillur ÁTVR. „Þetta er mjög harður heimur,“ segir Dagbjartur. Þá segir hann að það séu aðeins fjármagnseigendur sem geti tryggt vörum sínum hillupláss í ÁTVR, enda sé eina leiðin til þess að kaupa eigin vörur í brettavís. Steðji hafi aldrei haft fjármagn til þess.
Áfengi og tóbak Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27. júní 2022 21:30 Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01 Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34 Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Bruggarar sjá fram á tafir: „En þessi dagsetning verður alltaf í minnum höfð“ Ólíklegt er að brugghús geti hafið sölu á áfengi út úr húsi strax og ný áfengislög taka gildi næsta föstudag. Bruggarar eru að minnsta kosti ekki bjartsýnir á að það verði enda þurfa þeir að fara í gegn um langt umsóknarkerfi hjá sýslumanni og sveitarfélögum til að mega hefja sölu. Dómsmálaráðherra vonast þó til að málunum verði veitt flýtimeðferð í stjórnkerfinu. 27. júní 2022 21:30
Hægt að nálgast ódýrari bjór eftir lagabreytinguna Stærsta breyting á áfengislögum frá því að bjórbanninu var aflétt var samþykkt í gær. Bruggarar eru himinlifandi með áfangann en vona að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að frjálsum áfengismarkaði á Íslandi. 16. júní 2022 19:01
Ólíklegt að brugghús geti hafið sölu strax á föstudag Smá brugghús óttast að geta ekki hafið sölu á bjór út úr húsi þann 1. júlí eins og boðað var með breytingu á áfengislögum. Bið eftir reglugerð og langt ferli leyfisveitinga í gegn um sýslumann virðast tefja málið. 27. júní 2022 13:34
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur