Kynferðislegar fantasíur fólks um einhvern sem það þolir ekki nokkuð algengar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. júní 2022 14:38 Rúmlega helmingur lesenda segist oft eða stundum hafa laðast kynferðislega að einhverjum sem þau þola ekki í nýlegri könnun Makamála en metþátttaka var í Spurningu vikunnar. Getty Hvernig í ósköpunum getum við heillast kynferðislega af einhverjum sem við þolum ekki, jafnvel einhverjum sem fer í taugarnar á okkur, einhverjum sem við hötum? Metþátttaka í Spurningu vikunnar Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 sem sálfræðingurinn Justin J. Lehmiller gerði fyrir bók sína Tell me what you want, segir einn af hverjum þremur hafa fantaserað um manneskju sem þau þola ekki. Jafnframt kemur þar fram að gagnkynhneigðar konur séu ólíklegri til að hafa þessa tilhneigingu en rannsóknin, sem er bandarísk, náði til fjögurra þúsunda fullorðinna einstaklinga. Makamál spurðu lesendur Vísis á dögunum hvort að þeir hafi laðast kynferðislega að einhverjum sem þau þola ekki en yfir átta þúsund manns tóku þátt í könnuninni, sem er metþátttaka í Spurningu vikunnar. Lítill munur á svörum kynjanna Samkvæmt niðurstöðunum segist rúmlega helmingur lesenda oft eða einstaka sinnum laðast að einhverjum sem þau þola ekki en lítill munur var á svörum kynjanna. *Hér fyrir neðan má sjá nákvæmar niðurstöður úr könnuninni en vert er að taka það fram að kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum og því er að sjálfsögðu ekki hægt að bera þær saman við vísindalegar rannsóknir. Niðurstöður* Konur: Já, oft - 24% Já, einstaka sinnum - 36% Nei, aldrei - 40% Karlar: Já, oft - 21% Já, einstaka sinnum - 41% Nei, aldrei - 38% Kynsegin: Já, oft - 29% Já, einstaka sinnum 24% Nei, aldrei - 47% Afhverju? Samkvæmt rannsókn Lehmiller kom einnig fram að tilhneigingin virðist vera algengari meðal karlmanna og kynsegin samfélagsins og tengist að einhverju leyti BDSM-hneigð. Þá sé það valdaleikurinn sem fólki finnist örvandi, bæði það að hafa einhver völd yfir manneskjunni sem það þolir ekki (sadismi) eða að manneskjan hafi völd yfir þeim (masókismi). Ræturnar geti þó verið ólíkar og allavega og í sumum tilfellum sé það spennan og löngunin í að blanda saman einhverri nautn og sársauka en sálfræðingar hafa oft sagt að skilin á milli sterkra tilfinninga og kynferðislegrar örvunar geti verið óljós. Spurning vikunnar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Meirihluti segir áfengisneyslu vandamál í sambandinu Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Metþátttaka í Spurningu vikunnar Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 sem sálfræðingurinn Justin J. Lehmiller gerði fyrir bók sína Tell me what you want, segir einn af hverjum þremur hafa fantaserað um manneskju sem þau þola ekki. Jafnframt kemur þar fram að gagnkynhneigðar konur séu ólíklegri til að hafa þessa tilhneigingu en rannsóknin, sem er bandarísk, náði til fjögurra þúsunda fullorðinna einstaklinga. Makamál spurðu lesendur Vísis á dögunum hvort að þeir hafi laðast kynferðislega að einhverjum sem þau þola ekki en yfir átta þúsund manns tóku þátt í könnuninni, sem er metþátttaka í Spurningu vikunnar. Lítill munur á svörum kynjanna Samkvæmt niðurstöðunum segist rúmlega helmingur lesenda oft eða einstaka sinnum laðast að einhverjum sem þau þola ekki en lítill munur var á svörum kynjanna. *Hér fyrir neðan má sjá nákvæmar niðurstöður úr könnuninni en vert er að taka það fram að kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum og því er að sjálfsögðu ekki hægt að bera þær saman við vísindalegar rannsóknir. Niðurstöður* Konur: Já, oft - 24% Já, einstaka sinnum - 36% Nei, aldrei - 40% Karlar: Já, oft - 21% Já, einstaka sinnum - 41% Nei, aldrei - 38% Kynsegin: Já, oft - 29% Já, einstaka sinnum 24% Nei, aldrei - 47% Afhverju? Samkvæmt rannsókn Lehmiller kom einnig fram að tilhneigingin virðist vera algengari meðal karlmanna og kynsegin samfélagsins og tengist að einhverju leyti BDSM-hneigð. Þá sé það valdaleikurinn sem fólki finnist örvandi, bæði það að hafa einhver völd yfir manneskjunni sem það þolir ekki (sadismi) eða að manneskjan hafi völd yfir þeim (masókismi). Ræturnar geti þó verið ólíkar og allavega og í sumum tilfellum sé það spennan og löngunin í að blanda saman einhverri nautn og sársauka en sálfræðingar hafa oft sagt að skilin á milli sterkra tilfinninga og kynferðislegrar örvunar geti verið óljós.
Spurning vikunnar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fæðing og fréttir um eitlakrabbamein í sömu vikunni Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Sveinn Rúnar vill húmor og ævintýri Makamál Vildi helst hjálpa fólki að velja sér maka Makamál Spurning vikunnar: Hversu mikilvægur er forleikur í kynlífi? Makamál Meirihluti segir áfengisneyslu vandamál í sambandinu Makamál „Við erum ómögulegir án hvor annars“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira