Frá þessu er greint á heimasíðu Selfyssinga, en Eyþór tekur við af Svavari Vignissyni sem kom liðinu upp í Olís-deildina á seinasta tímabili.
Eyþór lék með meistaraflokk Selfoss á árunum 2007-2013 og hefur seinustu 15 ár þjálfað yngri flokka á Selfossi.
„Eyþór er Selfyssingur í húð og hár og lék með meistaraflokki karla frá 2007-2013 og hefur verið þjálfari yngri flokka síðustu 15 ár. Hann er því öllum hnútum kunnugur í deildinni,“ segir í tilkynningu Selfyssinga.
„Deildin er gríðarlega ánægð með að geta ráðið heimamann í starfið og bindur miklar vonir við Eyþór, sem er ungur og metnaðarfullur þjálfari. Það er mjög spennandi vetur í vændum hjá meistaraflokki kvenna.“