Kosningaloforðið uppfyllt átta árum eftir að Betra Sigtún bauð fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 12:56 Sigtúnið var eina ómalbikaða gatan á Vopnafirði. Ekki lengur. Hún var malbikuð í vikunni. Mynd/Randver Páll Gunnarsson. Þau tíðindi urðu á Vopnafirði í vikunni að gatan Sigtún var malbikuð. Árið 2014 bauð framboðið Betra Sigtún þar sem malbikun götunnar var eitt helsta stefnumálið. Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd. Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd.
Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54
Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38