Kosningaloforðið uppfyllt átta árum eftir að Betra Sigtún bauð fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 12:56 Sigtúnið var eina ómalbikaða gatan á Vopnafirði. Ekki lengur. Hún var malbikuð í vikunni. Mynd/Randver Páll Gunnarsson. Þau tíðindi urðu á Vopnafirði í vikunni að gatan Sigtún var malbikuð. Árið 2014 bauð framboðið Betra Sigtún þar sem malbikun götunnar var eitt helsta stefnumálið. Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd. Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd.
Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54
Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38