Þotuflugið virðist lítið hafa mildað martröð flugfarþega Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2022 22:33 Boeing 757 þota Icelandair lendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Hún var að koma frá Keflavík úr millilandaflugi til að reyna að bjarga málum í innanlandsfluginu. Egill Aðalsteinsson Stór farþegaþota af gerðinni Boeing 757 lenti síðdegis á Reykjavíkurflugvelli er hún var fengin til að reyna að bjarga málum í innanlandsflugi Icelandair eftir að tvær vélar úr innanlandsflota félagsins biluðu. Innanlandsflug félagsins gekk engu að síður meira og minna úr skorðum í dag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis: Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Boeing-þotuna lenda í Reykjavík. Koma þotunnar virðist þó lítið hafa mildað martröð flugfarþega því ekki stóð heldur steinn yfir steini í þeirri flugáætlun sem henni hafði verið ætlað að fylgja. Þotan flaug fyrst til Akureyrar og hafði brottför verið áætluð klukkan 16.30. Reyndin varð seinkun um hálfa aðra klukkustund og fór hún ekki í loftið úr höfuðborginni fyrr en um klukkan 18. Samsvarandi seinkun varð svo á brottför frá Akureyri í kvöld. Þotan að leggja upp að flugstöðinni í Reykjavík síðdegis.Egill Aðalsteinsson Brottför þotunnar til Egilsstaða, sem tilkynnt hafði verið klukkan 19.30, seinkaði sömuleiðis og hélt hún ekki í loftið úr Reykjavík fyrr en um klukkan 21.15. Lenti þotan á Egilsstöðum um klukkan 22. Brottför frá Egilsstöðum, sem auglýst hafði verið klukkan 21.15, varð mun seinna og fór þotan í loftið klukkan 22.40. Búast má við lendingu hennar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 23.20. Þegar upplýsingasíður Isavia um komur og brottfarir Icelandair í innanlandsfluginu eru skoðaðar sést að það voru varla nema þrjú flug á réttum tíma í dag. Verulegar seinkanir urðu á öðrum flugferðum eða þeim var hreinlega aflýst. Þannig var síðasta flug dagsins frá Ísafirði í kvöld meira en þremur klukkustundum á eftir áætlun. Hér má sjá þotuna lenda í Reykjavík síðdegis:
Icelandair Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12 Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Bregðast við bilun með Boeing-þotu í innanlandsflugið Icelandair boðar raskanir á innanlandsflugi í dag vegna tæknilegra vandamála sem komu upp í gær en flugi frá Reykjavík til Akureyrar var seinkað ítrekað þar til því var að lokum aflýst. 30. júní 2022 12:12
Kvörtunum í tengslum við flugferðir rignir inn Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín. 27. júní 2022 20:01