Katrín Tanja á fullu í baráttunni eftir fyrri daginn en útlitið svart hjá Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er að reyna að komast á áttundu heimsleikana í röð og hún er í ágætri stöðu fyrir seinni daginn. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir er í þriðja sæti eftir fyrri daginn á Last-Chance Qualifier en þar liggur síðasti möguleiki hennar að vinna sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Útlitið er aftur á móti ekki gott hjá löndu hennar Söru Sigmundsdóttur sem er bara í þrettánda sæti eftir tvær greinar. Katrín Tanja er með 172 stig eða átta stigum minna en Kloie Wilson frá Bandaríkjunum sem er í fyrsta sæti og fjórum stigum á eftir Arielle Loewen frá Bandaríkjunum sem er í öðru sætinu. Katrín deilir þriðja sætinu með Jamie Simmonds frá Nýja-Sjálandi en þær eru með jafnmörg stig. Katrín Tanja lét vel vita af sér með því að vinna seinni grein dagsins eftir að hafa endað í áttunda sæti eftir fyrstu greinina. Hún hoppaði því upp um fimm sæti. Sara er aftur á móti bara með 107 stig en hún er þrettán stigum frá tólfa sætinu og heilum 69 stigum frá öðru sætinu en það eru bara tvö efstu sætin sem gefa sæti á heimsleikunum. Sara náði bara sextánda sætinu í fyrstu greininni en varð tíunda í grein tvö. Sara hefur misst af síðustu tveimur heimsleikum. Hún komst ekki áfram í lokaúrslitin 2020 en vegna kórónuveirunnar komust þá bara fimm í úrslitin. Í fyrra missti hún síðan af öllum tímabilinu eftir krossbandsslit. Katrín Tanja hefur ekki aðeins komist á sjö heimsleika í röð heldur hefur hún verið á topp tíu á þeim öllum og meðal fimm efstu á sex af þessum sjö leikum. Tvær greinar fara fram í dag sem er seinni dagur keppninnar. Það að það séu bara fjórar greinar á Last-Chance Qualifier mótinu gerir verkefni dagsins enn erfiðara fyrir Söru. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira
Útlitið er aftur á móti ekki gott hjá löndu hennar Söru Sigmundsdóttur sem er bara í þrettánda sæti eftir tvær greinar. Katrín Tanja er með 172 stig eða átta stigum minna en Kloie Wilson frá Bandaríkjunum sem er í fyrsta sæti og fjórum stigum á eftir Arielle Loewen frá Bandaríkjunum sem er í öðru sætinu. Katrín deilir þriðja sætinu með Jamie Simmonds frá Nýja-Sjálandi en þær eru með jafnmörg stig. Katrín Tanja lét vel vita af sér með því að vinna seinni grein dagsins eftir að hafa endað í áttunda sæti eftir fyrstu greinina. Hún hoppaði því upp um fimm sæti. Sara er aftur á móti bara með 107 stig en hún er þrettán stigum frá tólfa sætinu og heilum 69 stigum frá öðru sætinu en það eru bara tvö efstu sætin sem gefa sæti á heimsleikunum. Sara náði bara sextánda sætinu í fyrstu greininni en varð tíunda í grein tvö. Sara hefur misst af síðustu tveimur heimsleikum. Hún komst ekki áfram í lokaúrslitin 2020 en vegna kórónuveirunnar komust þá bara fimm í úrslitin. Í fyrra missti hún síðan af öllum tímabilinu eftir krossbandsslit. Katrín Tanja hefur ekki aðeins komist á sjö heimsleika í röð heldur hefur hún verið á topp tíu á þeim öllum og meðal fimm efstu á sex af þessum sjö leikum. Tvær greinar fara fram í dag sem er seinni dagur keppninnar. Það að það séu bara fjórar greinar á Last-Chance Qualifier mótinu gerir verkefni dagsins enn erfiðara fyrir Söru. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Fleiri fréttir Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Sjá meira