Sonur Mick Jagger fjárfestir í Overtune Elísabet Hanna skrifar 1. júlí 2022 10:15 Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti í Overtune á dögunum en fyrirtækið er rekið af Gabriel Jagger. Dóra Dúna/Getty/David M. Bennett Miðlunarfyrirtækið Whynow fjárfesti rúmum tuttugu milljónum króna í íslenska sprotafyrirtækið Overtune. Whynow er rekið af Gabriel Jagger sem er sonur Mick Jagger, söngvara Rolling Stones. OverTune er rekið af Sigurði Ásgeiri Árnasyni, Jasoni Daða Guðjónssyni og Pétri Eggerz Péturssyni. Aðspurðir segja forsvarsmenn Overtune að Gabriel Jagger hafi náð umtalsverðum árangri í heimi afþreyingar með fyrirtæki sínu Whynow sem framleiðir afþreyingarefni og flytur fréttir úr heimi dægurmála og tækni. Þá sé fyrrum stjúpfaðir Gabriel Jagger, Rupert Murdoch, einn stærsti miðlunar mógúll mannkynssögunnar. „Magnaður frumkvöðull“ „Gabe (Gabriel) er magnaður frumkvöðull. Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune. View this post on Instagram A post shared by Overtune (@overtuneapp) Overtune fór af stað af fullum krafti hérlendis fyrr á árinu og vinnur nú hröðum höndum að því að safna að sér bandarískum notendum. Í hópi hluthafa fyrirtækisins má nefna Charles Huang stofnanda Guitar Hero, Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóra Sony Music og nú fyrrnefndan Gabriel Jagger. „Það má ekki gleyma þátt teymisins í þessu öllu. Við höfum byggt upp einstaklega sérhæft teymi á sviði tónlistar tækni. Fjárfestar og áhrifafólk í bransanum laðast að góðum teymum sem vinna að góðum vörum,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, vörustjóri Overtune. Overtune gerir notendum kleift að þróa eigið efni frá byrjun til enda.Overtune Ólíkt öðrum miðlum „Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt. Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“ segir Jason Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Overtune, og bætir við: „Snið tónlistarsköpunar er að breytast gífurlega hratt. Meirihluti efnis á TikTok er drifið áfram á tónlist, bæði eftir stóra tónlistarmenn en líka í auknum mæli eftir óþekkta einstaklinga sem vilja einfaldlega tappa inn á einhverja stemningu. Overtune var gert með það í huga að bjóða hverjum sem er, óháð tækni- og tónfræði þekkingu, að fanga eigin stemningu með eigin hljóði.“ Tónlist Tengdar fréttir Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Aðspurðir segja forsvarsmenn Overtune að Gabriel Jagger hafi náð umtalsverðum árangri í heimi afþreyingar með fyrirtæki sínu Whynow sem framleiðir afþreyingarefni og flytur fréttir úr heimi dægurmála og tækni. Þá sé fyrrum stjúpfaðir Gabriel Jagger, Rupert Murdoch, einn stærsti miðlunar mógúll mannkynssögunnar. „Magnaður frumkvöðull“ „Gabe (Gabriel) er magnaður frumkvöðull. Hann vinnur á ljóshraða og hefur ótrúlega þekkingu á sprota geiranum,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune. View this post on Instagram A post shared by Overtune (@overtuneapp) Overtune fór af stað af fullum krafti hérlendis fyrr á árinu og vinnur nú hröðum höndum að því að safna að sér bandarískum notendum. Í hópi hluthafa fyrirtækisins má nefna Charles Huang stofnanda Guitar Hero, Nick Gatfield fyrrum framkvæmdastjóra Sony Music og nú fyrrnefndan Gabriel Jagger. „Það má ekki gleyma þátt teymisins í þessu öllu. Við höfum byggt upp einstaklega sérhæft teymi á sviði tónlistar tækni. Fjárfestar og áhrifafólk í bransanum laðast að góðum teymum sem vinna að góðum vörum,“ segir Pétur Eggerz Pétursson, vörustjóri Overtune. Overtune gerir notendum kleift að þróa eigið efni frá byrjun til enda.Overtune Ólíkt öðrum miðlum „Vinsælir miðlar eins og TikTok og Instagram bjóða notendum sínum ekki upp á það að skapa eigin tónlist þegar efni er birt. Í staðinn fyrir að treysta á núverandi tónlist í efnissköpun hefur Overtune þróað einfalt tól sem gerir notendum kleift að skapa eigið efni frá byrjun til enda,“ segir Jason Daði Guðjónsson, markaðsstjóri Overtune, og bætir við: „Snið tónlistarsköpunar er að breytast gífurlega hratt. Meirihluti efnis á TikTok er drifið áfram á tónlist, bæði eftir stóra tónlistarmenn en líka í auknum mæli eftir óþekkta einstaklinga sem vilja einfaldlega tappa inn á einhverja stemningu. Overtune var gert með það í huga að bjóða hverjum sem er, óháð tækni- og tónfræði þekkingu, að fanga eigin stemningu með eigin hljóði.“
Tónlist Tengdar fréttir Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. 8. mars 2022 17:30