Þurfi að endurhugsa geðheilbrigðismálin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. júlí 2022 13:00 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Vísir Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir mikilvægt að bregðast við aukinni vanlíðan hjá Íslendingum. Það skjóti skökku við að niðurgreiða aðeins þunglyndis-og kvíðalyf en ekki sálfræðiþjónustu. Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim. Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sjá meira
Íslendingar skera sig frá öðrum þjóðum þegar kemur að notkun á þunglyndislyfjum en hún er mun meiri hér en hjá öðrum þjóðum. Þetta er meðal þess sem kom fram á Evrópuráðstefnu um jákvæða sálfræði sem er haldin í Hörpu þessa dagana. Landlæknisembættið sem er meðal þeirra sem standa að ráðstefnunni ásamt lýðheilsustofnunum á Norðurlöndunum og Evrópusamtökum um jákvæða sálfræði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri lýðheilsu hjá embættinu segir mikilvægt að breyta nálgun í geðheilbrigðismálum hér á landi. Lyfin eru ekki alltaf besti kosturinn „Hvað er það sem við niðurgreiðum ef fólk upplifir vanlíðan? Það eru fyrst og fremst lyf. Ef við ætlum eitthvað að breyta þessu þá þurfum við að bjóða upp á niðurgreidda sálfræðiþjónustu,“ segir Dóra. Dóra segir margar leiðir í boði þegar kemur að því að auka geðheilbrigði „Lyf geta verið mjög mikilvæg og geta bjargað lífum en það er oft verið að nota lyf þegar klínískar leiðbeiningar segja að annað sé betra. Við erum búin að ala fólk upp í að ef því líður illa þá séu lyf fyrsta leiðin en rannsóknir sýna að það á ekki að vera fyrsti kosturinn,“ segir Dóra. Hver og einn geti gert ýmislegt til að auka vellíðan. „Bara ef við t.d. myndum vera í núvitund þrjár mínútur á dag þá myndum við auka lífsgæðin til hins betra,“ segir hún. Þá hafi menntakerfið gríðarlega mikilvægt hlutverk þegar kemur að geðheilbrigði. „Við þurfum að þjálfa kennara í því að geta kennt og þjálfað börn í þrautseigju, takast á við mótlæti á uppbyggilegan hátt og það sé allt í lagi stundum þó lífið sé erfitt,“ segir hún. Hún segir helstu sérfræðinga í jákvæðri sálfræði í heiminum meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og leggur áherslu á mikilvægi slíkrar ráðstefnu. „Við erum búin að vera að sjá minnkun í hamingju og aukinn einmanaleika víða í hinum vestræna heimi. Það er eitthvað sem við þurfum að gera til að breyta þessari þróun. Þess vegna er mikilvægt að halda ráðstefnu eins og þessa þar sem erum við að tengja fólk úr ólíkum geirum,“ segir Dóra. Hún bætir við að vikan hafi hafist á Norrænni lýðheilsuráðstefnu í Hörpu og í gær hafi sú ráðstefna sameinast Evrópuráðstefnunni um jákvæða sálfræði. Þar hafi tólf hundruð manns hist og skipst á skoðunum um hvernig hægt sé að auka velsæld í samfélögum um allan heim.
Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sjá meira