Körfubolti

Þessir tólf mæta Hollendingum í kvöld

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason verður í hópnum.
Tryggvi Snær Hlinason verður í hópnum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen hefur valið þá 16 leikmenn sem mæta til leiks með íslenska landsliðinu í körfubolta þegar liðið tekur á móti Hollendingum í mikilvægum leik á Ásvöllum í kvöld.

Alls eru 16 leikmenn í hópnum sem Pedersen gat valið úr og því eru fjórir þeirra sem ekki verða með í kvöld.

Leikur Íslands og Hollands er lokaleikur liðanna í fyrri hluta undankeppni HM 2023, en hópinn sem mætir til leiks í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Inni í sviga má sjá fjölda landsleikja sem hver leikmaður hefur spilað.

Elv­ar Már Friðriks­son - Dert­hona Basket, Ítal­íu (73)

Hauk­ur Helgi Briem Páls­son - Njarðvík (69)

Hörður Axel Vil­hjálms­son - Kefla­vík (92)

Jón Axel Guðmunds­son - Hakro Merl­ins Crails­heim, Þýska­land (19)

Kári Jóns­son - Val­ur (25)

Ólaf­ur Ólafs­son - Grinda­vík (49)

Ragn­ar Ágúst Nathana­els­son - Stjarn­an (56)

Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son - Tinda­stóll (21)

Styrm­ir Snær Þrast­ar­son - Dav­idson, USA (2)

Tryggvi Snær Hlina­son - Basket Zaragoza, Spáni (51)

Þórir G. Þor­bjarn­ars­son - Land­stede Hammers, Hollandi (17)

Ægir Þór Stein­ars­son - Gip­uz­koa Basket, Spáni (73)

Þeir Gunn­ar Ólafs­son, Hilm­ar Smári Henn­ings­son, Hilm­ar Pét­urs­son og Krist­inn Páls­son voru í æfingahópnum en verða ekki með í leiknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×