LOGOS fékk alls 6,2 milljónir frá Bankasýslunni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2022 18:37 Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar. vísir/stefán Lögmannsstofan LOGOS fékk samtals greitt 1.475.750 krónur fyrir vinnu við lögfræðiálit um hvort sölumeðferð á 22,5% eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka stæðist reglur um jafnræði. Lögmannsstofan hafði áður veitt Bankasýslunni ráðgjöf í aðdraganda sölunnar en var þá ekki sérstaklega beðin um að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Niðurstaða LOGOS, í minnisblaði sem send var bankasýslunni, var sú að salan á eignarhlut ríkisins hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Ákvörðun Bankasýslunnar, að skerða að fullu tilboð tveggja „kvikra fjárfesta“ – sem bárust frá eigin viðskiptum Landsbankans og Kviku banka - hafi stuðst við málefnaleg sjónarmið. Kom áður að söluferlinu Í fyrirspurninni er einnig krafist svara við því hvers vegna LOGOS hafi verið falið að meta hvort salan stæðist reglur um jafnræði, í ljósi þess að lögmannsstofan kom áður að söluferlinu sem innlendur ráðgjafi. Í svari Bjarna Benediktssonar segir að LOGOS hafi verið Bankasýslunni til ráðgjafar eftir söluna í tengslum við ýmis álitaefni og fyrirspurnir sem upp hafa komið enda sé stofnuninni heimilt að leita sér ráðgjafar við þau verkefni og ákvarðanir sem hún hefur með höndum. „Tekið skal fram að LOGOS kom ekki að ákvörðunum um skerðingu áskrifta og úthlutun til bjóðenda og hafði því ekki áður lagt mat á þau álitaefni sem til umfjöllunar voru í minnisblaði lögmannsstofunnar. Af þeim sökum m.a. þótti ekki sérstakt tilefni til að leita annað um ráðgjöf vegna þessara atriða,“ segir í svari Bjarna. Samtals greiddi Bankasýslan LOGOS tæpar 6,2 milljónir króna á árinu 2022 en ekki kemur fram fyrir hve marga klukkustundir stofan rukkaði. Nánari sundurliðun á verkefnum og vinnuskýrslum má nálgast á vef Alþingis. Morgunblaðinu veittur forgangur Einnig var farið fram á svör um hvers vegna jafnræðis hafi ekki verið gætt gagnvart fjölmiðlum við birtingu lögfræðiálitsins 18. maí síðastliðinn en fréttatilkynning var send á fjölmiðla klukkan sex að morgni en þá hafði frétt um álitið þegar birst á forsíðu Morgunblaðsins. Í svari Bjarna segir að hringt hafi verið í ritstjórnir þeirra prentmiðla sem komu út um miðvikudagsmorguninn, Morgunblaðið og Fréttablaðið. Ekki hafi náðst samband símleiðis við ritstjórn Fréttablaðsins en aðili á ritstjórn Morgunblaðsins óskaði eftir að fá tilkynningu senda eftir að hafa samþykkt skilyrði um að efni hennar yrði ekki gert opinbert fyrr en tilkynning hefði verið send helstu fjölmiðlum 18. maí kl. 06.00. „Þar sem aðeins náðist samband símleiðis við ritstjórn Morgunblaðsins var tilkynningin einungis send Morgunblaðinu daginn áður til birtingar á sama tíma og tilkynning var send öðrum miðlum 18. maí,“ segir í svarinu.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira