Erlent

Myndband sýnir lögreglumenn í Ohio skjóta óvopnaðan mann til bana

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Myndband sýnir lögreglumennina skjóta margoft að Walker eftir að hann hleypuyr úr bíl sínu.
Myndband sýnir lögreglumennina skjóta margoft að Walker eftir að hann hleypuyr úr bíl sínu. Twitter/skjáskot

Myndband sem birtist opinberlega á sunnudag sýnir átta lögreglumenn í borginni Akron, í Ohio ríki í Bandaríkjunum, skjóta á óvopnaðan mann en við krufningu fundust um sextíu byssukúlur í líkama mannsins sem hafði flúið lögreglumennina.                                        

Lögreglan birti nokkur myndbönd af atvikinu á blaðamannafundi nú í dag. Í einu þeirra sést lögreglan elta Jayland Walker, sem er 25 ára svartur karlmaður, og síðan skjóta allmörgum skotum í átt að honum. Walker var sakaður um að hafa skotið á lögreglumennina í bíl sínum áður en hann átti að hafa skilið byssu sína eftir og flúið vettvang.

Eftir nokkurra mínútna eftirför, hleypur Walker úr bíl sínum og frá lögreglumönnunum. Lögreglumennirnir hafa lýst því yfir að þeir hafi staðið í þeirri trú að Walker væri vopnaður og hafi ætlað að snúa sér að lögreglumönnunum til að skjóta þá. Byssa Walkers fannst síðar í bíl hans. 

Bobby DiCello, lögmaður fjölskyldu Walkers, segist umhugað um þau ummæli lögreglu að Walker hafi skotið á lögreglumenn úr bíl sínum og leggur áherslu á að slík háttsemi væri engin réttlæting fyrir dauða Jayland Walkers.               

„Þeir vilja breyta honum í andlitslaust skrímsli með byssu,“ sagði DiCello „Ég spyr ykkur, þar sem hann er að hlaupa í burtu, hvað er skynsamlegt að gera? Að skjóta hann niður? Nei, það er ekki skynsamlegt.“

DiCello hvetur almenning til friðsælla mótmæla og bætir við að það væri ósk fjölskyldu Walkers að forðast meira ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×