Gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum Telma Tómasson skrifar 4. júlí 2022 11:01 Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2022. Áætlanir gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum. Vísir/Telma Von er á þúsundum gesta á Landsmót hestamanna sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu. „Stemningin er frábær nú þegar,“ segir Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri LM2022 en mótið stendur yfir alla vikuna. „Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti en mótinu var aflýst 2020 vegna Covid. Hestamenn hafa því beðið lengi, eru spenntir að koma saman, upplifa hinn glæsilega íslenska gæðing og hitta mann og annan. Raunhæfar áætlanir gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum og við vonum að það gangi eftir.“ Hróður íslenska hestsins nær út fyrir landsteinana og er því von á talsverðum fjölda erlendra gesta einnig. „Við vorum meira að segja að fá óskir frá útlendu hestafólki um gistingu nú á lokametrum undirbúnings. Það er mjög ólíkt þeim, yfirleitt er allt skipulagt langt fram í tímann.“ Upp undir 800 hross eru skráð til leiks í gæðingakeppni, íþróttakeppni, skeiðgreinum og kynbótasýningum. ,,Þetta er alveg risastórt og mjög fjölbreytt. Við fáum að sjá alla bestu hesta landsins í öllum keppnisgreinum. Ég get fullyrt að mótið verður veisla, við getum ekki óskað okkur neitt meira eða betra en þetta,“ segir Magnús. Orri frá Þúfu í lykilhlutverki Mótshaldarar hafa metnað fyrir því að sem flest af því sem sýnilegt er hafi tilvísun í héraðið og endurrspegla sérsmíðaðir verðlaunagripir þessa ímynd. ,,Með fullri virðingu fyrir öllum þeim fjölda úrvals hesta sem Suðurlandið hefur alið af sér þá er þeirra frægastur Orri frá Þúfu, sem hefur markað ein dýpstu spor í ræktunarstarf íslenska hestsins í nútímanum. Orri sem nú er fallinn er nokkurs konar ,,andlit“ mótsins, en hann vann B-flokk hér á þessum keppnisvelli árið 1994.“ Listamaðurinn Gunnhildur Jónsdóttir fékk það verkefni að mála mynd af Orra í fullri stærð, en ljósmynd af frumgerðinni prentuð á gler prýðir alla verðlaunagripi mótsins, sem er svo greipt í steinmola úr Hekluhrauni. ,,Þetta er fallegur og eigulegur verðlaunagripur, en málverkið sjálft verður svo til sýnis og geta mótsgestir boðið í það. Ágóðinn rennur síðan til góðgerðarmála, en þetta er samvinna listamannsins og Landsmóts,“ sagði Magnús. Loksins Landsmót Landsmót nær hápunkti um helgina, en öll helstu úrslit verða riðin á föstudag og laugardag. En það verður væntanlega líka mikil gleði, eins og alltaf á Landsmóti hestamanna. ,,Það verður heilmikið um að vera. Bylgjulestin kemur til okkar á laugardeginum, barnadagskrá er vel skipulögð og boðið upp á markaðstjöld og matargleði. Síðan verða hér heljarinnar dansleikir, alvöru sveitaböll; Páll Óskar og Helgi Björns á föstudagskvöld og Paparnir á laugardagskvöldinu. Það verður margt um manninn og mikið stuð, mótið er á allan hátt metnaðarfullt að okkur finnst. Það er loksins Landsmót,“ sagði Magnús að lokum og var rokinn, enda í mörg horn að líta. Dagskrá LM2022 má sjá hér að neðan: Beinar útsendingar og dagleg samantekt á Vísi Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og sýnir bæði frá keppnisbrautinni og kynbótabrautinni. Vísir verður í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin. Lesendur Vísir og áhorfendur Stöðvar 2 Vísis geta því fengið nasaþefinn af því sem Landsmót hestamanna býður upp á í ár, en útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is. Hér að neðan má sjá yfirlit úr forkeppni í barna- og unglingaflokkum sem fram fóru í gær. Klippa: Forkeppni í barnaflokki - Landsmót hestamanna Klippa: Forkeppni í unglingaflokki - Landsmót hestamanna Hestar Rangárþing ytra Landsmót hestamanna Bylgjulestin Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
„Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti en mótinu var aflýst 2020 vegna Covid. Hestamenn hafa því beðið lengi, eru spenntir að koma saman, upplifa hinn glæsilega íslenska gæðing og hitta mann og annan. Raunhæfar áætlanir gera ráð fyrir átta til tíu þúsund mótsgestum og við vonum að það gangi eftir.“ Hróður íslenska hestsins nær út fyrir landsteinana og er því von á talsverðum fjölda erlendra gesta einnig. „Við vorum meira að segja að fá óskir frá útlendu hestafólki um gistingu nú á lokametrum undirbúnings. Það er mjög ólíkt þeim, yfirleitt er allt skipulagt langt fram í tímann.“ Upp undir 800 hross eru skráð til leiks í gæðingakeppni, íþróttakeppni, skeiðgreinum og kynbótasýningum. ,,Þetta er alveg risastórt og mjög fjölbreytt. Við fáum að sjá alla bestu hesta landsins í öllum keppnisgreinum. Ég get fullyrt að mótið verður veisla, við getum ekki óskað okkur neitt meira eða betra en þetta,“ segir Magnús. Orri frá Þúfu í lykilhlutverki Mótshaldarar hafa metnað fyrir því að sem flest af því sem sýnilegt er hafi tilvísun í héraðið og endurrspegla sérsmíðaðir verðlaunagripir þessa ímynd. ,,Með fullri virðingu fyrir öllum þeim fjölda úrvals hesta sem Suðurlandið hefur alið af sér þá er þeirra frægastur Orri frá Þúfu, sem hefur markað ein dýpstu spor í ræktunarstarf íslenska hestsins í nútímanum. Orri sem nú er fallinn er nokkurs konar ,,andlit“ mótsins, en hann vann B-flokk hér á þessum keppnisvelli árið 1994.“ Listamaðurinn Gunnhildur Jónsdóttir fékk það verkefni að mála mynd af Orra í fullri stærð, en ljósmynd af frumgerðinni prentuð á gler prýðir alla verðlaunagripi mótsins, sem er svo greipt í steinmola úr Hekluhrauni. ,,Þetta er fallegur og eigulegur verðlaunagripur, en málverkið sjálft verður svo til sýnis og geta mótsgestir boðið í það. Ágóðinn rennur síðan til góðgerðarmála, en þetta er samvinna listamannsins og Landsmóts,“ sagði Magnús. Loksins Landsmót Landsmót nær hápunkti um helgina, en öll helstu úrslit verða riðin á föstudag og laugardag. En það verður væntanlega líka mikil gleði, eins og alltaf á Landsmóti hestamanna. ,,Það verður heilmikið um að vera. Bylgjulestin kemur til okkar á laugardeginum, barnadagskrá er vel skipulögð og boðið upp á markaðstjöld og matargleði. Síðan verða hér heljarinnar dansleikir, alvöru sveitaböll; Páll Óskar og Helgi Björns á föstudagskvöld og Paparnir á laugardagskvöldinu. Það verður margt um manninn og mikið stuð, mótið er á allan hátt metnaðarfullt að okkur finnst. Það er loksins Landsmót,“ sagði Magnús að lokum og var rokinn, enda í mörg horn að líta. Dagskrá LM2022 má sjá hér að neðan: Beinar útsendingar og dagleg samantekt á Vísi Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og sýnir bæði frá keppnisbrautinni og kynbótabrautinni. Vísir verður í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin. Lesendur Vísir og áhorfendur Stöðvar 2 Vísis geta því fengið nasaþefinn af því sem Landsmót hestamanna býður upp á í ár, en útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is. Hér að neðan má sjá yfirlit úr forkeppni í barna- og unglingaflokkum sem fram fóru í gær. Klippa: Forkeppni í barnaflokki - Landsmót hestamanna Klippa: Forkeppni í unglingaflokki - Landsmót hestamanna
Hestar Rangárþing ytra Landsmót hestamanna Bylgjulestin Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira