Báðir forsjáraðilar fá nú sjálfkrafa aðgang að Heilsuveru barna sinna Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 11:17 Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Vísir/Vésteinn Báðir forsjáraðilar barna sem búa á tveimur heimilum tengjast nú sjálfkrafa Heilsuveru barna sinna. Hingað til hefur aðgangurinn verið bundinn við lögheimili barnsins þó að forsjárforeldri, sem er ekki með lögheimili barnsins skráð hjá sér, hafi til þessa getað sótt sérstaklega um aðgang. Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Breytingin hjá Heilsuveru tók gildi um nýliðin mánaðamót og kemur eftir að Þjóðskrá hóf að miðla upplýsingum um forsjá á rafrænan hátt. Guðrún Auður Harðardóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð rafrænna lausna hjá Embætti landlæknis, segir í samtali við Vísi að breytingin hafi falið í sér að hætt sé að notast við svokölluð fjölskyldunúmer og lögheimili til að tengja börn við forsjáraðila. Við breytinguna munu báðir forsjáraðilar sjálfkrafa fá aðgang að Heilsuveru síns barns en aðgangur sem tengist lögheimili barns mun ekki lengur vera í gildi. Breytingin hefur þó einnig það í för með sér að stjúpforeldrar á lögheimili barna missa aðgang að Heilsuveru barnanna. Sitja við sama borð Guðrún Auður segir að hægt hafi verið að ráðast í breytinguna í kjölfar lagabreytinga sem heimiluðu Þjóðskrá að miðla þessum upplýsingum rafrænt. Heilsuvera hafi svo tengst þessari rafrænni miðlun sem skili sér nú í breytingunni. „Nú þekkir Heilsuvera því forsjárforeldra, ekki bara foreldra út frá lögheimili. Báðir forsjárforeldrar sitja því við sama borð. Aðgangurinn er að sextán ára aldri barna, en lög gera ráð fyrir að miðað sé við þann aldur vegna réttinda barna að geta sótt sér heilbrigðisþjónustu án vitundar foreldra.“ Mikill fjöldi umsókna í faraldrinum Í faraldri kórónuveirunnar jókst notkun Heilsuveru mjög mikið þar sem verið var að bóka sýkatökur og fleira í gegnum vefinn. Þar sem aðgangur foreldra að Heilsuveru barna hafi verið bundinn við lögheimilisforeldra hafi umsóknir forsjárforeldra, sem eru ekki með lögheimili barns skráð hjá sér, um aðgang að Heilsuveru barna sinna stóraukist. „Það var non-stop. Það voru fleiri, fleiri beiðnir daglega. Og þetta var auðvitað allt handvirkt, svo það var mikil vinna,“ segir Guðrún Auður.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira