Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 20:07 Hér er Sigurjón ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveldisins. Hver veit nema Sigurjón reyni einn daginn að komast á Bessastaði? Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira