Óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs Óttar Kolbeinsson Proppé og Samúel Karl Ólason skrifa 6. júlí 2022 20:38 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Baldur Formaður FÍB óttast að græðgi hægi á lækkun eldsneytisverðs hér á landi. Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um 9,5 prósent í gær og aftur um rúm þrjú prósent í dag. Innlendar bensínstöðvar hafa flestar lækkað lítraverð sitt um tvær og hálfa krónu í dag. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir olíufélögin eiga innistæðu fyrir mun meiri lækkun á verði en hingað til hefur sést. Óhætt væri að lækka verðið minnst tuttugu krónur á lítrann. Þetta sagði Runólfur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sáum þessar tilfærslur í morgun. Þeir sem gengu lengst voru að lækka um tvær og hálfa krónu og eins og ég segi, sjáum við allt í kringum okkur að markaðurinn er að ganga niður. Þannig að íslensku olíufélögin skulda neytendum enn frekari lækkun,“ sagði Runólfur. Hann sagðist óttast að lækkun á heimsmarkaði væri ekki að skila sér til landsins vegna græðgi. „Menn vilja fá hærra álagningarhlutfall og núna er aðal ferðatími landsmanna, þannig að það eru margir að dæla á og það er eftir miklu að slægjast.“ Hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni á frekari lækkunum en þær yrðu hægar. Verið væri að hægja á hjólum atvinnulífsins víða um heim vegna verðbólgu. Í frétt okkar á Stöð 2 í kvöld kom fram að verðið hjá orkunni hefði lækkað um hálfa krónu í dag. Rétt er að það lækkaði um 1,8 krónu á meðan verð víða annars staðar lækkaði um tæpar tvær og hálfa krónu. Bílar Bensín og olía Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir olíufélögin eiga innistæðu fyrir mun meiri lækkun á verði en hingað til hefur sést. Óhætt væri að lækka verðið minnst tuttugu krónur á lítrann. Þetta sagði Runólfur í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við sáum þessar tilfærslur í morgun. Þeir sem gengu lengst voru að lækka um tvær og hálfa krónu og eins og ég segi, sjáum við allt í kringum okkur að markaðurinn er að ganga niður. Þannig að íslensku olíufélögin skulda neytendum enn frekari lækkun,“ sagði Runólfur. Hann sagðist óttast að lækkun á heimsmarkaði væri ekki að skila sér til landsins vegna græðgi. „Menn vilja fá hærra álagningarhlutfall og núna er aðal ferðatími landsmanna, þannig að það eru margir að dæla á og það er eftir miklu að slægjast.“ Hann sagðist telja að það væru meiri líkur en minni á frekari lækkunum en þær yrðu hægar. Verið væri að hægja á hjólum atvinnulífsins víða um heim vegna verðbólgu. Í frétt okkar á Stöð 2 í kvöld kom fram að verðið hjá orkunni hefði lækkað um hálfa krónu í dag. Rétt er að það lækkaði um 1,8 krónu á meðan verð víða annars staðar lækkaði um tæpar tvær og hálfa krónu.
Bílar Bensín og olía Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira