Fyrsta nautahlaup San Fermín hátíðarinnar í þrjú ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. júlí 2022 14:30 Frá nautahlaupinu í Pamplona í morgun. Burak Akbulut/GettyImages San Fermín hátíðin í Pamplóna á Spáni hófst í morgun með hinu víðfræga nautahlaupi um götur borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 3 ár sem hátíðin fer fram vegna Covid-farsóttarinnar. Talið er að um milljón manns sæki hátíðina í ár. Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“ Spánn Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Sjá meira
Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“
Spánn Mest lesið Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Sjá meira