Leggur til að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:29 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Vísir/Egill Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll og lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði í gær. Hún telur að tillagan fái ágætan hljómgrunn innan borgarstjórnar og er einnig bjartsýn á afstöðu samgönguyfirvalda. Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent