Gisting úti á Fjallsárlóni Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júlí 2022 08:29 Sem stendur er einungis einn húsbátur á lóninu en annar bætist við á næstunni. Fjallsárlón Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda. Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“ Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fjallsárlón er staðsett á Breiðamerkursandi á Öræfum við rætur Breiðamerkurjökuls. Lónið er nokkrum kílómetrum vestar en Jökulsárljón sem er ein vinsælasta náttúruperla landsins. Steinþór Arnarson ákvað, ásamt fleirum, að hefja siglingar á lóninu árið 2013. Siglingarnar hefjast í byrjun apríl til loka október ár hvert. Búið er að koma upp húsbátum á lóninu þar sem hægt er að bóka gistingu. Í bátnum hefur fólk útsýni yfir lónið en á veturna, þegar lónið frýs, er bátnum komið fyrir ofan á ísnum. Í bátnum er fólk með útsýni yfir lónið sem og á Breiðamerkurjökul.Fjallsárlón „Þetta er ferð sem kostar 140 þúsund fyrir tvo. Inni í því er sigling um lónið á okkar hefðbundnu bátum og endum svo í þessu. Þetta er ákveðin ævintýraferð í heild sinni,“ segir Steinþór í samtali við fréttastofu. Hann segir að báturinn trufli ekki útsýnið fyrir fólk sem kemur að skoða lónið og að næturgestir fái fullkominn frið á meðan dvöl þeirra stendur yfir. Báturinn er langt frá öllum útsýnisstöðum og að minnsta kosti hingað til hafi enginn labbað svo langt að hann sjái bátinn. Bátarnir eru umhverfisvænir og að sögn Steinþórs er það afar mikilvægt að allar framkvæmdir séu gerðar í sátt við umhverfið. Þá þurfa gestir ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt þegar þeir gista í bátnum en hann er upphitaður ásamt því að vera með rafmagn. Þegar lónið frýs verður hægt að draga bátana upp á land og síðan á ísinn.Fjallsárlón „Það er Wi-Fi, hljóðkerfi, eldhús, þetta er hlaðið af aukabúnaði svo það fari vel um fólk þarna,“ segir Steinþór. Hann fékk hugmyndina að því að hafa báta þegar hann vildi bjóða upp á afþreyingu við lónið yfir vetrartímann því lónið frýs og þá er ekki hægt að bjóða upp á siglingar. „Þetta er mikið notað í Finnlandi og Noregi. Það er hægt að draga þetta, það eru skíði undir þessu líka. Þá getum við haft þetta á lóninu þegar það er frosið. Það er mikið gler á þessu þannig ef það verða norðurljós þá er auðvitað magnað að vera í þessu.“
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira