Ekki langt í ofbeldið þegar fólk leyfir sér að sýna fordómana á götum úti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2022 12:25 Tótla er fræðslustýra Samtakanna '78. Hún segir bakslag hafa orðið í baráttunni við fordóma í garð hinsegin fólks. Samsett Fræðslustýra samtakanna '78 segir að fordómar gegn hinsegin fólki dreifist enn hraðar meðal ungs fólks á netinu. Stórt bakslag hafi orðið í réttindabaráttunni en tískubylgja sem snýst um að gelta á hinsegin fólk á almannafæri fer nú um samfélagsmiðla. Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla. Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Í gær greindu tveir menn sem voru úti á lífinu að fagna brúðkaupsafmæli sínu, frá því að þrír karlmenn á þrítugsaldri hefðu komið að þeim, gelt á þá og kallað illum nöfnum. Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra hjá Samtökunum '78 segir sams konar mál hafa komið á borð samtakanna upp á síðkastið. Þar hafi verið um ungmenni að ræða. „Við erum að tala um fullorðna menn að fagna brúðkaupsafmælinu sínu niðri í bæ og annar hópur af fullorðnum mönnum byrjar að gelta á þá. Það er eitthvað sem ég hef ekki séð áður, hingað til.“ Stórt bakslag Málið sé angi af tískustefnu af samfélagsmiðlinum TikTok, sem snúist um að afmanneskjuvæða hinsegin fólk. Það sé merki um bakslag í baráttunni gegn fordómum. „Tilfinning mín er að bakslagið sé stórt eins og er. En svo sjáum við þetta alltaf í bylgjum eins og við höfum svolítið talað um, þetta svona kemur og fer.“ Mikilvægt sé að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta þarf að vera samstarfsverkefni heimilanna, foreldranna, og þetta þarf að koma inn í skólakerfið. Þetta er í raun bara spurning um fræðslu og sýnileika held ég. Það eru sterkustu vopnin sem við höfum átt til þess að eiga við fordóma og fáfræði.“ Áreitni er eitt, ofbeldi annað Tótla telur fæsta átta sig á raunveruleika hinsegin fólks, og fordómunum sem það getur átt von á. „Ég held að fæstir séu meðvitaðir um það að hinsegin fólk er alltaf meðvitað um hættuna. Við erum meðvituð um það að við getum lent í áreitni og ofbeldi.“ „Eitt er að geta búist við áreitni og annað er að geta búist við ofbeldi, en við erum náttúrulega alltaf hrædd um það að þetta sé stigmögnun á einhverju. Þegar fólk leyfir sér að sýna fordóma svona opinberlega, þá er ekki langt í hitt,“ segir Tótla.
Hinsegin Tengdar fréttir Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00 Mest lesið Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Dónatal í desember Erlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða Sjá meira
Telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks Sýnileikinn er sterkasta vopnið var yfirskrift samstöðufundar hinsegin fólks vegna hryðjuverkaárásarinnar í Osló sem haldinn var á Austurvelli í dag. Talsmenn fundarins telja að bakslag hafi orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks. 30. júní 2022 20:00