Mennirnir tveir gátu ekki komist í land eftir að hafa fest bílinn og því keyrði einn skálavarðanna dráttarvél út í á. Hann náði að koma mönnunum yfir í dráttarvélina og skutlaði þeim í land.
Mennirnir voru nokkuð blautir og kaldir þegar komið var í land en þeim var skutlað í björgunarsveitarbíl til byggða. Bíllinn var dreginn á land en hann var óökufær.
