Erlent

Fær­eyingar setja tak­­markanir höfrunga­dráp

Bjarki Sigurðsson skrifar
Úr Skálafirði í fyrra.
Úr Skálafirði í fyrra. AP/Sea Shepherd

Mest má nú veiða fimm hundruð höfrunga yfir árið í Færeyjum. Heimastjórn Færeyja staðfesti lög þess efnis í dag en Færeyingar voru gagnrýndir harðlega í fyrra þegar yfir fjórtán hundruð höfrungar voru drepnir á einum degi.

Í frétt BBC segir að takmarkanirnar gildi næstu tvö árin en dýraverndunarsamtök hafa kallað eftir því að höfrungadrápi verði alfarið hætt í Færeyjum. Drápin séu tilgangslaus og grimm.

Höfrungaveiðar eru taldar sjálfbærar en þóttu drápin í fyrra vera afar ógeðfelld. Bátar smöluðu þar höfrungunum upp í fjörur Skálafjarðar þar sem íbúar slátruðu þeim. Í kjölfar þeirra réðst landstjórnin í endurmat á reglum um veiðarnar.


Tengdar fréttir

Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði

Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru.

Fær­eysk fisk­eldis­fyrir­tæki for­dæma leiftur­sdrápin

Havbúnaðarfelagið, samtök stærstu fiskeldisfyrirtækja Færeyja fordæmdi stórfellt dráp á leiftrum, hvölum af ætt höfrunga, sem átti sér stað í Skálafirði um síðustu helgi. Þar voru 1.428 dýr drepin. Atburðurinn hefur vakið mikla reiði utanlands sem innan, en landsstjórnin í Færeyjum hyggst taka reglur um höfrungaveiðar til gagngerrar endurskoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×