Innlent

Tveir sóttir með þyrlu á Snæ­fells­nes eftir bíl­veltu

Árni Sæberg skrifar
Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann um klukkan tólf.
Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann um klukkan tólf. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna bílslyss austan við Grundarfjörð.

Starfsmaður á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar staðfestir að þyrlan hafi verið send í verkefnið í samtali við Vísi, en gat engar frekar upplýsingar veitt.

Ríkisútvarpið hefur eftir Jóni Ólafssyni, yfirlögregluþjóni á Vesturlandi, að tveir farþegar hafi verið í bílnum og að þeir hafi verið fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi. Hann gat ekki veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×