Sveitarstjóri fái að fara suður aðra hverja viku Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 10:50 Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku þegar verkefnastaða leyfir. Samsett/Aðsent/Vilhelm Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri á Tálknafirði hefur leyfi sveitarstjórnar til að fara suður aðra hverja viku og vinna þaðan þegar verkefni sveitarfélagsins krefjast ekki staðsetningar hans á staðnum. Í ráðningarsamningi er ekkert kveðið á um þetta en oddviti sveitarfélagsins segir þetta hluta af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul. Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Samkvæmt heimildum Bæjarins besta greindi Lilja Magnúsdóttir, oddviti sveitarstjórnar, frá þessu fyrirkomulagi á opnum fundi. Þar kom fram að Ólafur fengi að fara suður aðra hverju viku á fimmtudegi og koma aftur á mánudegi. Þetta sé svipað fyrirkomulag og á síðasta kjörtímabili en þá fékk Ólafur að fara suður aðra hverja viku á föstudegi og koma aftur á mánudegi. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, sagði í samtali við blaðamann Vísis að þegar verkefnastaða sveitarfélagsins leyfi fari Ólafur suður til Sandgerðis þar sem hann rekur einnig heimili. Hún tók þó fram að þeir föstudagar sem hann sé fyrir sunnan fari í vinnu. Þá sagði Lilja að þetta væri hluti af stefnu um fjölskylduvæna atvinnustarfsemi. Verkefnastaðan leyfi fjarvinnu aðra hverja viku Bæjarins besta innti Lilju Magnúsdóttur, oddvita, einnig svara eftir þessari fjarveru og því hvernig launagreiðslum og ferðakostnaði væri háttað. Í svari Lilju Magnúsdóttir kom fram að Ólafur héldi annað heimili í Sandgerði og þegar verkefnastaða sveitarfélagsins kræfist ekki staðsetningar hans í Tálknafirði hefði hann heimild til að sinna vinnu sinni á Suðurnesjum. „Oftar en ekki nýtast þessir dagar líka til að sinna fundarsetu á höfuðborgarsvæðinu þannig að tími hans er nýttur til fulls þó hann sé staðsettur á suðvesturhorninu. Ólafur er því í vinnu þá daga sem hann er staddur á suðvesturhorninu og því á spurningin um laun ekki við,“ segir enn fremur í svarinu. Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi.Tálknafjörður Í svarinu segir að ferðakostnaðinn greiði hann úr eigin vasa en sveitarfélagið greiði annars þann ferðakostnað sem hlýst af ferðum sveitarstjórans á vegum sveitarfélagsins. Ferðir Ólafs og fjarvinna ráðist þó alltaf af verkefnastöðunni hverju sinni og velti á samþykki oddvita hverju sinni. „Leyfi verkefnastaða sveitarfélagsins ekki fjarveru hans á þessum dögum er hann hér í Tálknafirði og sinnir sinni vinnu og fer þá suður að kvöldi föstudags.“ Í ráðningarsamningi Ólafs er kveðið á um að sveitarstjóri skuli hafa fasta viðveru á opnunartíma skrifstofu nema fundir, ráðstefnur eða önnur störf á vegum sveitarfélagsins hamli. Einnig er samkomulag um að sveitarstjóri leigi íbúð af sveitarfélaginu og að hann búi þar. Rúmlega ein og hálf milljón í mánaðarlaun Vísir fjallaði um laun og hlunnindi Ólafs Þórs Ólafssonar í gær en þar kom fram að hann fengi 1,55 milljón í mánaðarlaun auk ökutækjastyrks upp á 400 kílómetra. Miðað við könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga er Ólafur einn launahæsti sveitarstjóri sveitarfélaga landsins með íbúafjölda á bilinu 200 til 499 en í Tálknafjarðarhreppi búa 255 samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar. Eftir fréttaflutning gærdagsins barst Vísi einnig ábending um að Ólafur leigði íbúð af sveitarfélaginu á óvenju góðum kjörum. Innt eftir því sagðist Lilja Magnúsdóttir, oddviti, ekki vita hvernig samningurinn væri en að íbúðin sem Ólafur leigði væri gömul.
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Fjarvinna Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. 11. júlí 2022 15:03