Fyrst íslenskra framhaldsskóla til að þróa „STEAM“ áfanga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðsent/Guðrún Jónsdóttir Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut styrk frá þróunarsjóði námsgagna nú á dögunum. Með styrknum mun skólinn þróa námsefni út frá nýrri kennslustefnu sem skólinn er í þann mund að taka, en MB mun verða fyrsti framhaldsskóli landsins til þess að bjóða upp á sérstaka „STEAM“ áfanga. „STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
„STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira